Fara í efni

Skráning á ráðstefnu um hlutverk kennara og skólastjórnenda í innleiðingu vendináms

Ráðstefna um hlutverk kennara og skólastjórnenda í innleiðingu vendináms og vinnubúðir um notkun vendináms í skólastarfi
 
Ráðstefnan fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 8. júní kl. 13:00 - 16:00.
 
Ráðstefnan er styrkt af Nordplus Junior og er liður í samstarfsverkefni skóla í Eistlandi, Finlandi, Danmörku og á Íslandi. Verkefnið, sem hófst í ágúst 2016 og lýkur í ágúst 2017, gengur út á að setja saman Norrænt samstarfsnet sérfræðinga og kennara sem nýta vendinám í kennslu.