Fara í efni

„Mikilvægt að elta drauma sína og láta þá verða að veruleika“

Hildur Helga Logadóttir
Hildur Helga Logadóttir

Hildur Helga lauk námi í einkaþjálfun með meðaleinkunnina 9,9 sem reyndist sú hæsta meðal hópsins. Hildur Helga býr á Akureyri og kláraði íþróttabraut Verkmenntaskólans áður en hún skráði sig í námið hjá Keili. Heilsurækt er hennar aðal áhugamál og segist hún hafa vilja hjálpa öðrum að setja heilsuna í fyrsta sæti, bæði andlega og líkamlega. Einkaþjálfaranámið hentað því afar vel og sótti Hildur Helga um inngöngu strax eftir útskrift úr Verkmenntaskólanum.

„Námið gekk vonum framar og ég myndi segja að lykillinn væri áhugi, skipulag og trú á eigin getu” svarar Hildur Helga aðspurð um hver lykillinn að velgengni hennar í náminu hafi verið. Hún hrósar Keili fyrir að halda vel utan um nemendur og fyrir gott skipulag á námsbrautinni og skapa gott andrúmsloft. “Staðloturnar eru það sem stendur upp úr” segir Hildur Helga og þá samvera með bekkjarfélögum og kennurum. Hún segist mæla með náminu fyrir alla sem hafa áhuga og metnað fyrir hreyfingu og heilsu.

Hildur Helga hefur hafið störf við þjálfun á heilsuræktarstöðinni Bjargi á Akureyri og í Hörgársveit og býður uppá stað- og fjarþjálfun. Í framtíðinni stefnir hún á frekara nám en segir að hjartað verði muni alltaf verða í þjálfuninni. Heilræði Hildar Helgu eru þessi: „Ekki láta aðra segja þér hvað þú átt að gera, eltu þína eigin drauma og láttu þá verða að veruleika - hafðu trú á sjálfum þér og vertu þinn eigin drifkraftur því þá geturðu allt sem þú ætlar þér”.

Við þökkum Hildi Helgu fyrir spjallið og óskum henni til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í leik og starfi. ÍAK einkaþjálfaranám hefst næst 18.ágúst. Nánari upplýsingar á vefsíðu Keilis: https://www.keilir.net/heilsuakademia