Hagnýtar upplýsingar fyrir nemendur í staðnámi 2016 - 2017

Kæru nýnemar hér er að finna upplýsingar um nám á Háskólabrú er hefst fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13:00 í Keili. Við erum full tilhlökkunar að hefja viðburðaríkt skólaár. Almennar upplýsingar fyrir nemendur má nálgast á nemendasíðum Keilis.

Dagskrá fyrstu viku haustið 2016

Dagskrá fyrstu viku á Háskólabrú má finna hér 

Bókalisti

Bókalista haustannar 2016 má finna hér. Eymundsson í Reykjanesbæ annast m.a sölu á skólabókum en við bendum á fésbókarsíðu Skiptibókamarkaðs Keilis þar sem hægt er að kaupa og selja námsbækur á góðu verði. 

Bókalisti fyrir vorönn 2017

Skóladagatal (kennsluvikur)

Skóladagatal fyrir árið 2016 má finna með því að smella hér.

Skóladagatal fyrir vorönn 2017

Sterkur grunnur - Undirbúningsnámskeið (stærðfræði, náttúrufræði, enska og íslenska)

Athugið nemendur er hafa valið verk- og raunvísindadeild á Háskólabrú, að gerð er krafa um að nemendur hafi grunnþekkingu í raunvísindum.

Þeir sem ekki hafa lokið grunnáfanga í framhaldsskóla (samsvarandi nát123 og/eða nát103) er gert að taka vefnámskeið í Sterkum grunni sem er hér á heimsasíðu Keilis og heitir raunvísindi. Þetta námskeið er ætlað nemendum sem velja verk- og raunvísindadeild á Háskólabrú og hafa engan eða lítinn grunn í fögum er tengjast náttúrufræði (eðlisfræði, efnafræði og líffræði) eða vilja rifja upp grunnatriði í raunvísindum. 

Einnig bendum við nemendum á vefnámskeið í ensku, stærðfræði og íslensku til að rifja upp efni fyrri áfanga. 

Nemendaskírteini

Hægt er að fá nemendaskírteini með mynd, nafni og kennitölu. Ef þið óskið eftir nemendaskírteini þá getið þið nálgast þau í móttökunni.

Skólasetning

Skólasetning Háskólabrúar verður haldin í aðalbyggingu Keilis föstudaginn 19. ágúst, kl. 10:00.

Dagskrá fyrstu kennsluviku

Í fyrstu vikunni er farið yfir skipulag skólans, námsins og hópnum hrist saman. Kennarar kynna sína námsgrein, kennsluáætlanir og vinnulag. Kynning verður á bókasafninu og meðferð upplýsinga, einnig mun námsráðgjafi kynna þá þjónustu sem er í boði. Mikilvægt er að allir mæti með tölvur sínar með sér þar sem tölvudeildin mun fara yfir helstu atriði varðandi notkun tölva hér við skólann. Þá verður nemendum veitt kennsla og aðgangur á Moodle, kennslukerfi Keilis. Þessi vika hefur reynst nemendum dýrmæt í reynslubankann og góð byrjun á krefjandi og skemmtilegu námi.

Hvernig tölvu og hugbúnað þarf ég?

Nemendur þurfa að vera með Office (2013) uppsett á tölvum sínum. Þeir nemendur sem þess óska geta fengið aðgang að Office 2013 og veitir tölvudeildin allar nánari upplýsingar hvað það varðar. Vert er að benda á að upplýsingatækni er kennd á office umhverfið í PC tölvum og því eru þær tölvur hentugri til námsins þó svo bæði gangi að nota PC og Apple tölvu. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac office uppsett á vélunum hjá sér og gera ráð fyrir því að sum verkefni séu tímafrekari í vinnslu.
 
Skólinn býður nemendum sem eiga við námsörðuleika að stríða upp á að nota vital talgervil. Nemendum er bent á að til að nota hugbúnaðinn þarf PC tölvu, hugbúnaðurinn virkar ekki í Apple tölvum. Nánari upplýsingar um tölvuþjónustuna má finna hér
 

Handbækur nemenda

Hér má nálgast handbækur nemenda í Keili. Uppfært fyrir skólaárið 2016 - 2017.