Stjórn Keilis

Stjórn Keilis 2017 - 2018

Stjórnarformaður: Árni Sigfússon, stjórnsýslufræðingur
Varaformaður: Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs Háskóla Íslands
Sæunn Stefánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu rektors Háskóla Íslands
Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy Iceland
Einar Jón Pálsson, fulltrúi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Ásdís Kristinsdóttir, Forstöðumaður Verkefnastofa Orkuveitu Reykjavíkur

Varamenn

Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands
Eysteinn Eyjólfsson, Kaupfélag Suðurnesja
Elín Rós Bjarnadóttir, Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum
Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Guðbjörg Kristmundsdóttir, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins
Stefán Ólafsson, Starfsmannafélag Suðurnesja

Samþykkt frá stjórnarfundi 2012: "Eigendur Keilis hafa ákveðið að ekki verði greiddur arður úr félaginu. Ákveðið hefur verið að allur arður sem verður til í félaginu verði notaður til að byggja upp skólann, í samræmi við markmið hans. Með þessu er tryggt að allt fé skólans, opinbert fé jafnt sem sjálfsaflafé rennur til þess að bæta og þróa aðstöðu, kennslu og kennsluhætti þannig að hann verði ávallt í fararbroddi á sínum sviðum. Þannig sýna eigendur Keilis stuðning sinn við menntun og uppbyggingu atvinnulífs, ekki bara í Reykjanesbæ heldur landinu öllu."

Frá stjórnarformanni

Keilir hefur starfað í sjö ár. Í raun má segja að hann hafi þegar slitið barnskónum. Undirtitill Keilis er – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Með því vildu stjórnendur strax í upphafi leggja áherslu á tengsl hins nýja skóla við atvinnulífið á svæðinu. Þannig yrði lagður grunnur að endurreisn atvinnulífs á Reykjanesi.

Óhætt er að segja að þær áherslur hafi haldist býsna vel. Námsbrautir hafa orðið til með fyrirtækjum, beint og óbeint samstarf Keilis við framsækin fyrirtæki leggur grunn að nýsköpun og verðmætaaukningu.

Þá er ánægjulegt til þess að vita að yfir þúsund manns hafi nýtt sér það einstaka tækifæri sem Háskólabrúin veitir. Keilir var stofnaður til að hækka menntastig. Því ákalli hefur verið vel svarað. Fyrir það ber að þakka öllu hinu áhugasama starfsfólki Keilis og samstarfsaðilum þess. 

Árni Sigfússon
stjórnarformaður Keilis