- 19 pcs.
- 24.11.2013
Hluti af þjálfun verðandi flugfreyja og þjóna er að æfa björgunaraðgerðir á vatni. Nemendur í Flugþjónustunámi
hjá Flugakademíu Keilis nutu leiðsagnar Slysavarnarskóla sjómanna, sem eru alvanir slíkri þjálfun og sinna henni af mikilli fagmennsku.
Æfingin fól meðal annars í sér rennuróður, meðferð björgunarbáta, björgun upp í bát og björgunarsund. Nemendur
stóðu sig með ágætum, mikil stemmnig og fjör var í hópnum, að enda tilbreyting að líta upp úr bókunum og reyna sig við
þessar aðstæður.