Skip to content

Vinnuvernd 101

innaCourseCategory: Vinnuverndarnámskeið
Vinnuvernd 101 stór.png

Námskeiðið Vinnuvernd 101 fjallar um grundvallaratriði í starfsumhverfi og vinnuskipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks. Námið er einnig í boði á ensku.

Námskeiðið er hugsað fyrir allt starfsfólk vinnustaða til að allir hafi breiða almenna þekkingu á vinnuvernd og öryggsimálum. Fjallað verður um það sem lög og reglugerðir segja að allir vinnustaðir verði að uppfylla.

Á námskeiðinu verður farið yfir það sem skiptir mestu máli á stuttan og hnitmiðaðan máta, m.a. verður fjallað um:

  • Vinnuverndarstarf sem þarf að fara fram á öllum vinnustöðum
  • Skipan og hlutverk öryggisnefnda, öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða
  • Skipulag og kröfur varðandi áhættumat starfa
  • Hvaða vinnuslys á að skrá og tilkynna
  • Helstu forvarnir vegna vinnuslysa
  • Sálfélagslegt áhættumat, stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni
  • Líkamlegt álag, hávaða, loftræstingu og meðferð hættulegra efna

Þátttakendur fá send námsgögn í tölvupósti, hlekki á þrjá bæklinga sem þeir lesa og sex fyrirlestra samtals u.þ.b. 40 mín. Að lokum taka þátttakendur stutt gagnvirkt krossapróf úr efninu.

Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu.

Verð og nánari upplýsingar

Þar sem námskeiðið er kennt í fjarnámi er hægt að hefja nám hvenær sem er og vinna á sínum hraða.

Verð fyrir einstakling er 12.900 kr. en námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir hópa frá sama fyrirtæki. Boðið er upp á hópaafslætti.

Nánari upplýsingar veitir Bjartmar Steinn, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Námskeiðið er sett upp fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig eftir frekara samkomulagi.

Fyrirtækjaskráning