Vinnuverndarskóli Íslands heldur brúkrananámskeið fyrir Norðurál

Í haust heldur Vinnuverdarskóli Íslands brúkrananámskeið fyrir rúmlega 200 starfsmenn Norðuráls. Um er að ræða hefðbundið námskeið um brúkrana auk sérstaks kafla um kerþjónustukrana í álveri.

Námskeiðið fer alfarið fram í fjarnámi, nemendur horfa og hlusta á stutta fyrirlestra og taka svo jafnóðum próf úr námsefninu. Námskeiðið skiptist í fjóra hluta. Sá fyrsti hluti fjallar um lög og reglur. Annar hluti fjallar um vinnuverndarstarf og forvarnir vegna vinnuslysa. Þriðji hluti fjallar um hefðbundna brúkrna, hífivír og ásláttarbúnað. Fjórði hluti fjallar svo um kerþjónustukrana Norðuáls. Vinnuverndarskólinn og Norðurál unnu námsefnið um fjórða hluta saman en þar er fjallað ítarlega um uppbyggingu og notkun kerþjónustukrana í álveri Norðuráls. Vinnuverndarskólinn á námsefni um alla réttindaskylda krana á landi í Grunnnámi vinnuvéla og fagnaði tækifærinu á að þróa námsefni um kerþjónustukrana fyrir vinnu í álveri. 

Hekla Gunnarsdóttir fræðslustjóri Norðuráls segir ,,Námskeiðið gekk mjög vel og starfsmenn eru ánægðir með námsefnið og fjarkennlsu fyrirkomulagið“.

 

Myndir úr námsefni um kerþjónustukrana          Myndir úr námsefni um kerþjónustukrana

Vinnuvernarskólinn undirbýr nú námskeið um skipskrana í samvinnu við laxeldisfyrirtæki. Skólinn mun bjóða upp á skipskrananámskeið í fjarnámi strax á nýju ári og einnig verður boðið upp á verkleg skipskrananámskeið þegar Covid 19 leyfir.


Tengdar fréttir