Nýtt námskeið um hreinlæti og sóttvarnir í samstarfi við AÞ-þrif

Vinnuverndarskóli Íslands í samstarfi við AÞ-þrif hefur mótað nýtt fjarnámskeið um hreinlæti og sóttvarnir á vinnustöðum. Aðalkennari námskeiðsins er Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur en þar munu nemendur læra að þekkja markmið og leiðir sóttvarna, rétt handtök við grímu og hanskanotkun, smitleiðir sjúkdóma sem og aðra þætti er lúta að hreinlæti og sóttvörnum á vinnustað.

Nemendur geta skráð sig og hafið nám samdægurs en hver og einn fer í gegnum námið á sínum hraða. Til þess að standast námskeiðið þurfa þeir svo að ljúka krossaprófi.

Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands veitir nánari upplýsingar. En námskeiðslýsingu og skráningarform má finna hér.


Tengdar fréttir