Heimsóknir á vinnustað til að undirbúa námskeið og fyrirlestra

Vinnuverndarskóli Íslands býður vinnustöðum upp á nýja og aukna þjónustu í námskeiðum og fyrirlestrum um vinnuverndarmál. Áður en haldið er námskeið eða fyrirlestur um vinnuverndarmál á vinnustaðnum heimsækir sérfræðingur frá Vinnuverndaskóla Íslands vinnustaðinn og undirbýr námskeiðið í samráði við öryggisnefnd eða fulltrúa vinnustaðarins.

Í heimsókninni verður haldinn stuttur fundur og farið yfir skipulag vinnuverndarmála vinnustaðarins, hvað er gott og hvað má bæta. Að fundinum loknum er farin skoðunarferð um vinnustaðinn og teknar myndir af því sem er jákvætt í vinnuumhverfinu og því sem má laga eða gera betur. Upplýsingar af fundinum og myndirnar verða svo notaðar á námskeiði eða fyrirlestri fyrir fyrirtækið. 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við okkur á vinnuverndarskoli@keilir.net