Gjafabréf

Grunnnámskeið vinnuvéla hjá Vinnuverndarskóla Íslands - gjöf sem heldur áfram að gefa
 
Vinnuverndarskóli Íslands býður upp á gjafabréf á Grunnnámskeið vinnuvéla. Námskeiðið veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem ekki eru réttindaskyldir. Þátttakendur geta hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi að námskeiði loknu.
 
Námskeiðið er kjörin gjöf fyrir þau tækjaóðu, fróðleiksfúsu eða þau sem eru alltaf í leit að nýjum og fjölbreyttum tækifærum. Nemendur á grunnnámskeið vinnuvéla...
  • hefja nám þegar þeim hentar
  • læra þegar þeir vilja
  • skoða efnið eins oft og þeir þurfa
  • hafa 60 daga til þess að ljúka námsefninu
  • öðlast ríka þekkingu á vinnuvernd og öryggismálum
  • fá miklar upplýsingar um öryggi við vinnuvélar
  • læra um notkun og umhirðu vinnuvéla
  • hljóta víðtæk atvinnuréttindi

Frekari upplýsingar um námskeiðið

Smelltu hér til að kaupa gjafabréf

 

Handhafar gjafabréfa skrá sig á námskeiðið í gegnum síðu Vinnuverndarskóla Íslands eins og vanalega en taka fram í athugasemd að greitt sé með gjafakorti og gefa upp númer þess.