Fyrirspurnir

Nánari upplýsingar um námskeið Vinnuverndarskóla Íslands og skráningu, veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður skólans.

Guðmundur Kjerúlf
Forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands
Netfang: vinnuverndarskoli@keilir.net
Sími: 578 4000

Guðmundur hefur að geyma áralanga reynslu af utanumhaldi námskeiða og fræðslutengdrar starfsemi sem snýr að vinnuvernd, meðal annars við kennslu, gerð fræðsluefnis og þróunarstarfs. Hann hefur komið að gerð fjölda kennslubóka og rita sem snúa að vinnuvernd svo sem „Öryggi við vélar“ (2019), „Vinna í hæð - Fallvarnir“ (2017), „Félagslegt og andlegt vinnuumhverfi“ (2014), „Vinnuslys - Forvarnir, tilkynning og skráning“ (2013) og „Hæfilegt álag er heilsu best“ (2007). Þá hefur hann komið að fjölda annarra ritverka, ásamt gerð leiðbeininga um áhættumat.

Á undanförnum árum hefur Guðmundur haldið röð fyrirlestra um vinnuverndarmál, svo sem um vinnuslys, áhættumat, félagslegt og andlegt vinnuumhverfi, einelti, streitu, öryggismenningu og ofbeldi. Þá hefur hann haldið fjölda erinda á ráðstefnum fyrir hönd Vinnueftirlitsins, ásamt því að sitja í fjölda vinnuhópa og sérfræðiteymum um vinnuverndarmál.