Fyrirlestar um vinnuverndarmál

Vinnuverndarskóli Íslands býður upp á fyrirlestra á vinnustöðum fyrir starfsfólk og stjórnendur. Fyrirlestrarnir geta verið um ýmsa þætti vinnuverndar, t.d. einelti og áreitni á vinnustað, stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni, áhættumat starfa, vinnuslys, öryggismenningu, hávaða, móttöku nýliða o.fl. allt eftir óskum hvers vinnustaðar. 

Fyrirlestrar geta verið 20 - 60 mínútur eftir nánara samkomulagi. Upplagt er að halda fræðslufundi fyrir starfsmenn t.d. með morgunkaffinu, í hádeginu, að starfsdegi loknum eða á starfsdögum.

Verð á fyrirlestri er 45.000 kr. en fyrir heimsóknir á vinnustaði utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, bætist ferðakostnaður ofaná verðið.

Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á vinnuverndarskoli@keilir.net