Fara í efni

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s. inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og öryggi.

Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt og helstu reglugerðir sem settar eru í samræmi við þau.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s. inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, efnahættur, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og öryggi við vélar. Einnig verður fjallað ítarlega um gerð áhættumats á vinnustöðum.

Námskeiðið fer eingöngu fram á netinu þar sem hver og einn þátttakandi fer á sínum hraða í gegnum efnið. Námskeið þetta byggist á fyrirlestrum, verkefnavinnu á netinu og stuttum krossaspurningum. 

Uppbygging

Námskeiðið er með fjarkennslusniði  þar sem nemendur horfa á fyrirlestra, svara stuttum krossaprófum og leysa verkefni. Nemendurnir gera það þegar þeim hentar og á þeim hraða sem þeim þykir bestur. Þegar nemendur skrá sig á námskeið fá þeir sendar upplýsingar um hvernig þeir geta nálgast efni námskeiðsins.

Námskeiðið byggir á námskrá um námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði. 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla vinnustaði sem hafa öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Ávinningur

Aukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri til að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum og stuðla að betri líðan starfsmanna. 

Hvenær

Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og er hægt að byrja hvenær sem er. Eftir að skráning hefur átt sér stað fá nemendur upplýsingar um hvernig megi nálgast námsefni námskeiðsins og geta í kjölfarið byrjað að hlusta á fyrirlestra og leysa verkefnin. 

Verð og nánari upplýsingar

Námskeiðið kostar 24.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skólans í gegnum vinnuverndarskoli@keilir.net  Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. 

Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. 

Fyrirtækjaskráning

Til baka