Fara í efni

Umsagnir

Hér má sjá brot af þeim umsögnum sem Vinnuverndarskólinn hefur fengið, bæði frá fyrirtækjum og nemendum.  

Eyjólfur Örn Auðunsson | Quality & Training Specialist hjá Airport Associates 

"Rafræna vinnuvélanámið hjá Vinnuverndarskóla Íslands hefur gert okkur kleift að þjálfa mikið af okkar starfsfólki á mjög stuttum tíma með frábærum árangri. Samskiptin og samstarfið á milli okkar og Vinnuverndarskóla Íslands hefur verið til fyrirmyndar og starfsfólkið öll að vilja gerð til að mæta okkar þörfum." - Vinnuvélanámskeið á íslensku og ensku 

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir | Human Resources Project Manager hjá Elkem Iceland 

"Elkem Ísland og Vinnuverndarskóli Keilis hafa átt farsælt samstarf síðustu ár. Starfsfólk okkar fyrirtækis tekur bóklegt nám í vinnuvélum hjá Keili og erum við sérlega ánægð með góða þjónustu og eftirfylgni með nemendum. Námið er sett vel og skilmerkilega upp og grípa starfsmenn Keilis þá einstaklinga sem þurfa sérstaklega aðstoð fljótt og mæta öllum þeim þörfum sem fyrirtækið og einstaklingarnir þurfa. Fyrir það ber að þakka. " - Vinnuvélanámskeið á íslensku 

Guðmundur Ingi Skúlason | Deildarstjóri Verkstæðis og viðhalds hjá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins bs.

"Ég var virkilega ánægður með þetta námskeið hjá ykkur. Var einstaklega þægilegt til að taka lotur þegar tími gafst. Allt vel upp sett og mjög gott viðmót á námskeiðinu. Þægilegt að sjá alltaf prósentur sem búið er og gefur manni þannig góða stöðu til að geta ákvarðar hvað maður þarf að keyra á þetta." - Vinnuvélanámskeið á íslensku

Einar Vignir Sigurðsson | Pípulagnameistari hjá Lagnabræðrum

"Ég var mjög ánægður með námskeiðið og allt sem viðkom því bæði hvernig hægt var að fara í gegnum kúrsinn á netinu og einnig hvað það var auðvelt að mæta bara í próf þó svo að maður hafi bara verið einn í prófi (ekki safna saman fólki). Ég get og hef mælt með þessu námskeiði hjá ykkur og það sem mér finnst best er að geta tekið þetta í skorpu" - Vinnuvélanámskeið á íslensku

Helgi Laxdal Helgason | Sérfræðingur hjá VHE

"Vinnuverndarskóli Keilis kom til okkar á hárréttum tíma og uppfyllti þær kröfur sem við höfum hvað varðar menntun starfsmanna. Vel hannað efni og skemmtileg yfirferð. Starfsfólkið okkar var ánægt og fékk þá þjálfun sem þarf til að uppfylla allar kröfur. Öll samskipti voru til fyrirmyndar og allar hindranir leystar á skilvirkan hátt." - Brúkrananámskeið á íslensku, pólsku og ensku. 

Heiða Karen Viðarsdóttir | Starfsmaður hjá Elkem

"Fannst þetta skemmtilegt námskeið. Mikið af því sem var nýtt fyrir mér þar sem ég hef aldrei unnið i vinnuvélum áður. Námið var skipulagt og auðvelt að nálgast á netinu. Ég er lesblind og hentaði mjög vel að horfa á myndböndin, hlusta og horfa á glærurnar. Sem gerði það að verkum að það var auðveldara fyrir mig að geta náð prófinu. Samskiptin voru góð og þurfti ekki að bíða lengi eftir svörum á :)" - Vinnuvélanámskeið á íslensku

Guðmundur Már Jóhannsson  | Starfsmaður hjá Elkem

"Námið var fínt pínu boring en samt gott, prófið var virkilega gott því það var verið að spyrja mig spurningar um námið ekki eins og bóklega bílprófið sem gerði nákvæmlega öfugt. Skemmtilegt og hjálpsamt námskeið." - Vinnuvélanámskeið á íslensku

Nick Buchanan | Project Manager hjá Running Tide Technologies  

"The course was laid out in a logical way, where navigating through the various lessons was easy and intuitive. The combination of video essays, along with the corresponding slides, meant I was able to easily study and retain the information for a given topic. The tests at the end of each lesson were good for testing my knowledge base, and definitely helped me during the final test. Overall I felt well prepared for the final exam, and felt confident in my ability to pass. Communication has been clear and responsive, and I have no complaints." - Vinnuvélanámskeið á ensku 

Piotr Rajch | Starfsmaður hjá Airport Associates   

"The course was very well made. My favorite part of that was the tests at the end of each section, which let me review my current knowledge. There were some simple wrong answers, but nothing to worry about. From what I experienced, the communication was excellent." - Vinnuvélanámskeið á ensku