Fara í efni

Ný heimasíða Vinnuverndarskólans

Nýrri heimasíðu Vinnuverndarskólans hefur verið hleypt af stokkunum. Útlit síðunnar og skipulag er það sama og heimasíða Keilis og þeirra deilda er undir hann heyra, sem eru Háskólabrú, Flugakademía, MÁ og Heilsuakademían, en Vinnuverndarskólinn heyrir einmitt undir þá síðastnefndu. Á heimasíðunni er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um Vinnuverndarskólann, s.s. námskeið og aðra þjónustu, verðskrá, fréttir og það helsta sem er á döfinni hjá skólanum hverju sinni. 

,,Ég er kampakátur með þessa nýju síðu" segir Bjartmar Steinn Steinarsson sem gengt hefur starfi verkefnastjóra Vinnuverndarskólans frá því í mars síðastliðinum. ,,Það hefur verið ósk mín síðan ég fyrst kom að málefnum Vinnuverndarskólans að hann fengi öfluga heimasíðu til umráða, hann væri sýnilegri og auðveldara að nálgast hann á netinu".  Hann segir jafnframt að það að hafa vef sem þennan sem þungamiðju kynningastarfs og upplýsingagjafar skólans sé mikill styrkur og gefi enn betri möguleika á að efla starfið og þjónustu við viðskiptavini.

Hægt er að nálgast nýju heimasíðuna á vefslóð Vinnuverndarskólans vinnuverndarskoli.is og með því að smella hér.