Fara í efni

Grunnnámskeið vinnuvéla einnig á pólsku

Vinnuverndarskóli Íslands fékk Lingua þýðingarstofu í samvinnu við sig um þýðingu á Grunnnámskeiði vinnuvéla á pólsku og er nú þegar fjöldi þátttakenda að fara í gegnum námskeiðið. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í gegnum síðuna eða með því að hafa samband við bjartmar.ss@keilir.net.

Ef um ræðir fyrirtækjaskráningu er hægt að skrá þátttakendur í gegnum fyrirtækjaskráningarformið hér og tilkynna hvaða tungumál hver og einn þarf á að halda, en í boði er að velja á milli íslensku, ensku og núna pólsku.