Fara í efni

Fyrsti nemandinn sem útskrifast af Grunnnámskeiði vinnuvéla á pólsku

Nýverið fékk Vinnuverndarskóli Íslands Linguea þýðingarstofu til að þýða Grunnnámskeið vinnuvéla á pólsku og er Karolina Zabel fyrsti nemandinn sem útskrifast af því námskeiði. Við óskum Karolinu til hamingju með að vera búin með námskeiðið og hafa aflað sér bóklegra réttinda á allar skráningaskyldar vinnuvélar. 

Námskeiðið fer alfarið fram á netinu fyrir utan lokapróf sem haldið er í hverri viku í Keili. Skráningar á námskeiðið fara fram gegnum síðu námskeiðsins eða með því að hafa samband við bjartmar.ss@keilir.net.