Fara í efni

Fyrirlestur um vinnuvernd

Vinnuverndarskóli Íslands hélt nýverið fræðsluerindi um vinnuvernd fyrir starfsfólk Landhelgisgæslunnar.

Starfsfólkið fræddist um helstu þætti vinnuverndar svo sem áhættumat, skráningu og tilkynningu vinnuslysa og helstu forvarnir gegn slysum. Einnig var farið yfir sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni á vinnustöðum og áhrif líkamlegs álags og hljóðmengunar á heilsu fólks. Í lok erindisins var létt yfirferð um vinnu í hæð og lokuðum rýmum.

Mikilvægt er fyrir vinnustaði að leggja áherslu á almenna vinnuvernd til að stuðla að góðri líðan og öryggi starfsfólks á vinnustað.

Vinnuverndarskóli Íslands býður fyrirtækjum upp á fyrirlestur um vinnuvernd og öryggismál. Fyrir upplýsingar veitir starfsfólk skólans í gegnum vinnuverndarskoli@keilir.net