Fara í efni

Algengar spurningar

Hér að neðan finnur þú samantekt af spurningum um Vinnuverndarskólann, námið, kostnað og aðstöðuna. Smelltu á þá spurningu sem þú vilt fá svar við.

Hvað þarf ég að vera gamall til að taka vinnuvélaréttindi

"Til að geta fengið vinnuvélaréttindi þá þarf viðkomandi að hafa náð 17 ára aldri og hafa bílpróf hinsvegar má viðkomandi sitja bóklegt vinnuvélanámskeið þegar hann er orðinn 16 ára og farið að æfa sig á vinnuvél þremur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn undir leiðsögn ".

Er hægt að sækja um styrk fyrir námskeiðum vinnuverndarskólans?

"Já flest öll stéttarfélög styrkja meðlimi sína sem fara á námskeið frá vinnuverndarskólanum"

Hvenær byrja námskeiðin? 

"Hvenær sem þér hentar, flest öll námskeiðin eru alfarið á netinu sem gerir það að verkum að þú getur stundað námið þegar þér hentar og á þeim tíma sem þér þykir vera bestur"

Hvenær er bóklegt próf í vinnuvélaréttindum hjá ykkur? 

"Við erum alltaf með bóklegt próf einu sinni í viku á miðvikudögum klukkan 13:00 hér í Keili Ásbrú. Fyrir hópa þá höfum við verið að mæta á vinnustaði og haldið prófið eftir samkomulagi"

Bjóði þið upp á einhver námsúrræði ?

"Við bjóðum upp á námsúrræði í samstarfi við námsráðgjafa Keilis en þeir eru til staðar til að veita nemendum margvíslegan stuðning í námi og er markmið þeirra að stuðla að aukinni vellíðan og árangri nemenda"

Hvar eru þið staðsett? 

"Við erum til húsa í Keili á Ásbrú en við erum að þjónusta fólk um land allt þar sem meirihluta okkar efnis er alfarið á netinu, þá er staðsetning engin þröskuldur. Í samstarfi við símenntunarstöðvar um landið þá höfum við verið að bjóða um á próftöku á bóklega vinnuvélaprófinu"

Bjóðið þið upp á námskeið á fleiri tungumálum? 

"Já, við bjóðum upp á vinnuvéla og brúkranaréttindin bæði á ensku og pólsku"

Hvað kostar að taka vinnuvélaréttindin hjá ykkur?

"Verðið er 54.900.- "