Algengar spurningar

Hvað læri ég um tölvuleiki?

Tölvuleikjakjarninn samanstendur af sex áföngum í tölvuleikjagerð, markaðsfræði, frumkvöðlafræði, margmiðlun, heimspeki, eðlisfræði - og listgreinum í bundnu vali.​​
Lesa meira

Námskrá fyrir tölvuleikjabrautina

Námsskrá fyrir tölvuleikjabrautina og nánari upplýsingar um einstakar námsgreinar má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar á námskrá.is. Námsbrautin er starfrækt samkvæmt viðurkenningu Menntamálastofnunar frá 2019 sem nálgast má hér.
Lesa meira

Hver eru inntökuskilyrðin?

Inntökuskilyrði eru hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði í lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Lesa meira

Skóladagatal 2019 - 2020

Skóladagatal Menntaskólans á Ásbrú fyrir námsárið 2019 - 2020 er komið á heimasíðuna.
Lesa meira

Hvenær byrjar skólinn?

Nýnemadagur verður föstudaginn 16. ágúst og svo hefst kennsla samkvæmt stundatöflu strax mánudaginn á eftir.
Lesa meira

Hvaða tölvubúnað þarf ég?

Lágmarks búnaður er i5 8300H örgjörvi eða önnur sambærileg vinnsla og að minnsta kosti 8GB vinnsluminni.
Lesa meira

Hvað kostar að fara í námið?

Námsgjöld veturinn 2019 - 2020 eru 50.ooo krónur á önn. Ekki er gert ráð fyrir bókakaupum en nemendur þurfa að hafa til umráða öfluga fartölvu.
Lesa meira

Hvernig fer kennslan fram?

Við verðum með nútíma kennsluhætti, vendinám, þverfaglega vinnu og verkefnamiðað vinnulag. Engin lokapróf og fjölbreytt námsmat sem sinnt er jafnt og þétt. Nútímalegt, sveigjanlegt staðnám. Upphaf vinnudags seinkað í svartasta skammdeginu.​​
Lesa meira

Samstarf við erlenda skóla

Menntaskólinn á Ásbrú er í samstarfi við erlenda skóla sem bjóða upp á sambærilegt nám í tölvuleikjagerð. Á seinni stigum námsins eru fyrirhugaðar námsferðir til þessara aðila og annarra skóla og leikjafyrirtækja erlendis.
Lesa meira

Hvar er Menntaskólinn á Ásbrú?

Við erum staðsett í aðalbyggingu Keilis, að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Strætó 55 stoppar beint fyrir utan hjá okkur.
Lesa meira