Fjarnámshlaðborð

Menntaskólinn á Ásbrú býður upp á  áfanga sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna. Áfangarnir henta bæði þeim sem þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms innan annarra deilda Keilis og þeim sem vantar viðbótareiningar en stefna á nám utan Keilis. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig og byrjað hvenær sem þeim hentar. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga, frá því þeir skrá sig í hann á kennsluvef Keilis. 

Áfangarnir byggja á fjölbreyttu námsmati og gilda öll verkefni til lokaeinkunnar en ekki eru lokapróf. Verkefni geta verið rituð verkefni eða munnleg, kvikmyndir, próf eða hvað annað sem við á. 

Hver áfangi í Hlaðborðinu kostar 21.000 kr. og fer skráning fram á Innu

Nánari upplýsingar veitir fulltrúi Menntaskólans.