Handbók nemenda - Opnir framhaldsskólaáfangar

Í Handbók nemenda geta nemendur fundið allar helstu upplýsingar sem varða námið. Hafið samband í síma 578 400 eða tölvupósti ef eitthvað reynist óskýrt.

 • Námsgjöld

  • Hver áfangi á kostar 20.000 kr. og nemendur greiða annað hvort með greiðslukorti í lok innritunarferlisins eða með millifærslu. Fyrstu þrír áfangarnir eru alltaf á fullu verði en eftir það fá nemendur áfangana á 16.500 kr. 
  • Mikilvægt er að hafa í huga að námsgjöld fást ekki endurgreidd.
  • Nemandi bera ábyrgð á því að skrá sig inn í áfangann í kennslukerfinu Moodle um leið og innritunarlykill /innritunarlyklar hafa borist nemandanum í tölvupósti. 
 • Office 365

  Nemendum sem taka opna áfanga í Menntaskólanum sem undanfara náms við aðrar deildir Keilis býðst aðgengi að Microsoft office pakkanum. Þeir sem vilja nýta sér það eru vinsamlegast beðnir um að senda beiðni í tölvupósti til tengiliðs sinnar deildar. Gera verður ráð fyrir afgreiðslutíma beiðna.

 • Tölvusamskipti

  • Mikil áhersla er á tölvunotkun hjá Keili,  þar sem námsgögn og samskipti fara mikið fram í gegnum tölvur. Allir starfsmenn og nemendur Keilis eru beðnir um að hafa í huga að um tölvusamskipti gilda almennar kurteisisreglur.
  • Kennarar á opinna framhaldsskólaáfanga hafa tvo til þrjá virka daga til að svara tölvupóstum frá nemendum.
 • Siðareglur

  Keilir er samfélag nemenda, kennara og annars starfsfólks. Í slíku samfélagi ber öllum skylda til að taka siðferðislega ábyrgð á störfum sínum. Hver og einn ber að sýna virðingu, heiðarleika, sanngirni og jafnrétti í hegðan sinni, námi og störfum. Siðareglur Keilis má nálgast hér.

 • Ritstuldur og námsefni Keilis

  • Margvísleg verkefni kunna að vera lögð fyrir í hverju fagi. Mikilvægt er að nemendur fylgi fyrirmælum skólans og kennara við lausn verkefna. Óheimilt er með öllu að nýta sér hugverk annarra í verkefnum og gera að sínu. Öll afritun texta, beint eða óbeint úr hugverki annars, þarf að koma fram. Hugverk getur verið á ýmsu formi s.s. bækur, greinar, myndir og efni á tölvutæku formi. Almenn skylda er að vísa í heimildir. Kennurum er heimilt að beita viðurlögum ef upp kemst um ritstuld, nemandi er áminntur og fær einkunnina 0.
  • Allt námsefni sem kennarar Keilis gefa út er eign Keilis og er nemendum óheimilt að dreifa því eða misnota á annan hátt.
 • Viðurlög

  • Almenn viðurlög við ritstuldi, broti á siðarreglum og öðrum meginreglum skólans eru eftirfarandi:
   • Fyrsta brot: Forstöðumaður/deildarstjóri ræðir við nemandann og honum gefinn kostur á að koma með sína hlið á málinu. Ef um brot er að ræða er nemandanum veitt áminning
   • Annað brot: Við annað brot vísar forstöðumaður/deildarstjóri málinu til kennslunefndar sem víkur nemandanum úr skóla. Kennslunefnd afhendir nemanda skriflega brottvísun
  • Í undantekningartilvikum áskilur skólinn sér rétt til að vísa nemanda úr námi fyrirvaralaust.
 • Réttur nemenda

  • Ef nemendur eru ekki sáttir við ákvörðun skólans eða telja að brotið hafi verið á rétti sínum sem nemanda er gott að byrja á að  leita ráða hjá náms- og starfsráðgjöfum sem sinna hagsmunagæslu þeirra.
  • Nemendur geta lagt fram formlega kvörtun með því að senda tölvupóst á viðkomandi forstöðumann/deildarstjóra. Forstöðumaður/deildarstjóri tekur við málinu og skoðar málsatvik og birtir úrskurð innan tíu virkra daga frá því að honum barst erindið.
  • Sé nemandi ekki sáttur við úrskurð forstöðumann/deildarstjóra getur hann kært úrskurðinn til kennslunefndar, sem er skipuð þremur óháðum starfsmönnum innan Keilis og einum nemanda ef það á við. Nefndin er skipuð sérstaklega fyrir hvert einstakt mál. Kennslustjóri tekur við málum sem óskað er eftir að kennslunefnd taki fyrir.
 • Úrsögn úr áfanga

  Nemendur skrá sig úr áfanga með því að fara inn á Innu og smella á flipann úrsögn úr áfanga. Ef nemandi hefur ekki lokið áfanga á tilsettum tíma (nemandi hefur fjóra mánuði til þess að ljúka áfanga frá dagsetningu skráningar) og skráir sig ekki úr honum, innan þessara fjögurra mánaða, birtist áfanginn sem fall á INNU.

 • Tölvukerfi Keilis

  Tölvunet Keilis samanstendur af ólíkum kerfum. Nemendur Hlaðborðsins notast aðeins við kennslukerfið Moodle og upplýsingakerfið Innu. Þessar leiðbeiningar fjalla stuttlega um hvernig aðgengi að þeim þjónustuliðum er háttað. Nemendur þurfa að vera með Office 365 uppsettan á tölvum sínum. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac Office 365 uppsett á vélunum hjá sér.

  • Inna

   Nemendur komast í Innu annað hvort af heimasíðu skólans (sjá hér að ofan) eða með því að fara á slóðina: www.inna.is/Nemendur

   Notið þar Íslykilinn ykkar til að skrá ykkur inn. Ef þið hafið ekki Íslykil þá getið þið sótt um hann á slóðinni http://island.is/islykill 

  • Kennslukerfið

   Kennslukerfi Keilis heitir Moodle. Í það má komast af heimasíðu Keilis úr valmyndinni efst á síðunni. Einnig er hægt að fara beint í kennslukerfið hér.

  • Innritun í áfanga

   • Nemendur innrita sig í áfanga og greiða fyrir áfanga/áfangana í skráningarferlinu á Innu. Þegar greiðsla hefur farið í gegn sendir fulltrúi Menntaskólans innskráningarlykla, til að skrá sig í áfanga, til nemenda. Vinsamlegast athugið að einungis er unnið að umsóknum á skrifstofutíma og það getur tekið tvo virka daga að fá innskráningarlykil sendan.
   • Nemendur þurfa að innrita sig í áfanga á kennslukerfinu Moodle í síðasta lagi 30 dögum eftir skráningu á Innu.
  • Office 365

   Nemendum sem taka opna áfanga í Menntaskólanum sem undanfara náms við aðrar deildir Keilis býðst aðgengi að Microsoft office pakkanum. Þeir sem vilja nýta sér það eru vinsamlegast beðnir um að senda beiðni í tölvupósti til tengiliðs sinnar deildar. Gera verður ráð fyrir afgreiðslutíma beiðna.

 • Moodle (kennslu- og samskiptaforrit)

  Öll námsgögn er að finna í kennslu- og samskiptaforritinu Moodle. Auk þess mun öll kennsla eiga sér stað í gegnum Moodle.

 • Náms- og starfsráðgjöf

  • Allir nemendur Keilis hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöfum. Meginhlutverk þeirra er að veita nemendum margvíslegan stuðning í námi og er markmiðið að stuðla að aukinni vellíðan og árangri nemenda.
  • Náms- og starfsráðgjafar Keilis eru þau Skúli (skuli.b@keilir.net) og Þóra (thora@keilir.net). Hægt er að bóka viðtal annað hvort í síma 578-4000 eða senda náms- og starfsráðgjöfum tölvupóst.
 • Fyrirvari um breytingar

  Vakin er athygli á því að allt sem birt er s.s. varðandi skipulag og annað er birt með fyrirvara um breytingar og deildastjóri/kennari áskilur sér rétt til að gera breytingar sem við koma náminu.