Sumarnámskeið um útivist og ævintýraferðamennsku

Keilir býður upp á fimm daga sumarnámskeið (24. - 28. júní 2019) í ævintýraferðamennsku fyrir hressa krakka á aldrinum 13 - 15 ára. Skemmtilegt og nýstárlegt námskeið, þar sem þátttakendur yfirgefa þægindaramma heimilisins og eyða tímanum þess í stað umlukin náttúrunni, þar sem þau læra nýja færni og þekkingu á útivist, ásamt því að skemmta sér og upplifa ný ævintýri með jafnöldrum sínum.

 • Lengd: Fimm dagar.
 • Dagsetning: 24. - 28. júní, mánudags til föstudags (að báðum dögum meðtöldum).
 • Skipulag: Dagskrá hefst 8:30 alla daga en lýkur á bilinu 16:30 - 19:00 (fer eftir viðburðum)
 • Staðsetning: Námskeiðið hefst og lýkur í Keili á Ásbrú (hægt að sækja og skila þátttakendum á bílaplanið við Hafnarfjarðakirkju).
 • Verð: 35.000 kr. á mann (15% systkinaafsláttur).
 • Fjöldi: Lágmarksfjöldi þátttakenda eru 10 og hámarksfjöldi 24.

Kennarar

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru menntaðir leiðsögumenn og þaulvanir útivist við krefjandi aðstæðum á Íslandi.

 • Gabriel Côté-Valiquette (gabriel@keilir.net) er verkefnastjóri Leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku hjá Keili. Hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Thompson Rivers háskólanum í Kanada og hefur haldið utan um námið á Íslandi undanfarin fjögur ár. Hann er þaulvanur útvist á Íslandi.
 • Andrea Geirsdóttir (andrea2259@gmail.com) er útskrifaður leiðsögumaður í ævintýraferðamennsku frá Keili. 

Mikil áhersla verður lögð á öryggi og öryggisbúnað, faglegan og góðan undirbúning fyrir útvisit og útiveru. Leiðbeinendur eru einnig með þjálfun í skyndihjálp og viðbrögðum við óvæntar aðstæður í óbyggðum.

Markmið:

 • Að kynna mismunandi þætti ævintýraferðamennsku, svo sem gönguferðir, hellaskoðun, kajakferðir, klifur, jöklaferðir, o.fl.
 • Að læra og fræðast um náttúru Íslands.
 • Að þjálfa með sér færni í útvist og teymisvinnu.
 • Að auka sjálfstæði og sjálfstyrkingu.
 • Að skemmta sér við útivist með öðrum.

Meðal þess sem verður gert:

 • Útileikir
 • Ævintýraganga
 • Klettaklifur
 • Straumvatnskajak í sundlaug
 • Jöklaferð
 • Flúðasigling

Þaulreyndir leiðbeinendur og mikil þekking á útivist

Keilir hefur boðið upp á leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á háskólastigi síðan árið 2013. Námið er kennt í samstarfi við Thompson Rivers háskólann í Kanada sem er viðurkenndur sem einn af leiðandi skólum í ævintýraferðamennsku á heimsvísu.  

Árlega leggja um tuttugu nemendur frá mörgum mismunandi löndum stund á námið og hafa rúmlega hundrað nemendur útskrifast frá upphafi. Flestir hafa farið í vinnu annað hvort hérlendis eða erlendis, meðal annars hjá leiðandi fyrirtækjum í afþreyingarferðamennsku.

Markmið skólans hefur verið að auka færni og þekking í flestum geirum ævintýraferðamennsku, meðal annars með því að tryggja öryggi leiðsögu- og ferðamanna í óbyggðum ásamt því að auka gæði og þjónustu í greininni. Að náminu koma bæði innlendir og erlendir kennarar sem hafa allir öðlast alþjóðleg réttindi og mikla færni á sínu sviði, svo sem í fjallamennsku eða siglingum.

Nánari upplýsingar og skráning

Upplýsingar um námskeiðið veitir Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis. Nánari upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu Keilis: www.adventurestudies.is

Skráning á Sumarnámskeið um útivist og ævintýraferðamennsku


Tengt efni