Flugbúðir fyrir ungt fólk

Flugakademía Keilis býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama um flug. Á námskeiðinu er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fá innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga. Einnig verður kynning á öðrum hliðum flugheimsins til dæmis flugvirkjun og flugumferðastjórn.

Gestafyrirlesarar úr flugtengdum fögum verða á námskeiðinu, svo sem flugmaður sem segir frá daglegu lífi sínu í millilandaflugi, og eru leiðbeinendur flugmenn og kennarar við Flugakademíu Keilis. Farið verður í vettvangsferðir og áhugaverðir flugtengdir hlutir skoðaðir – í mörgum tilfellum eitthvað sem venjulegt fólk upplifir aldrei.

Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa brennandi áhuga á flugi og flugtengdum málum, sem og þeim sem hyggja á flugnám í framtíðinni. Allir þátttakendur fá persónulega kynningu á Redbird þjálfunarflughermi Flugakademíu Keilis. 

Sumarnámskeið fyrir 12 ára og eldri (13. - 16. júní 2016)

 • Námskeiðið er ætlað einstaklingum 12 ára og eldri
 • Námskeiðið er í fjóra daga, frá mánudegi til og með fimmtudags, frá 9:00 - 15:00
 • Innifalið í verðinu er hádegismatur, námsgögn, vettvangsferðir og kynning á þjálfunarflughermi Flugakademíu Keilis. 
 • Frá Reykjavík gengur strætó beint hingað á Ásbrú. Sjá www.straeto.is fyrir nánari upplýsingar um samgöngur
 • Mikilvægt að hafa vegabréf alla dagana til að komast inn á flugverndarsvæði
 • Verð: kr. 34.900 
 • Skráning | Kaupa gjafabréf

Kennslan fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og vettvangsferðir verða farnar um nágrenni skólans, meðal annars inn á Keflavíkurflugvöll. 

Gjafabréf í kynnisflug

 • Flugakademía Keilis býður einnig upp á staka tíma í kynnisflug. Flug um landið í einkaflugvél er einstök upplifun sem líður seint úr minni þeirra sem það prófa. Gjafabréf í kynnisflug hjá Flugakademíu Keilis er tilvalin gjöf fyrir alla þá sem hafa áhuga á flugi eða hyggja á flugnám.
 • Skráning í kynningarflug | Kaupa gjafabréf

Umsagnir þátttakenda eftir námskeiðið sumarið 2013

 • "Frábært og skemmtilegt"
 • "Afskaplega fræðandi og hrikalega skemmtilegt" 
 • "Skemmtileg og góð reynsla" 
 • "Þetta var besta námskeið í heimi" 

Umsagnir þátttakenda eftir námskeiðið í febrúar 2014

 • "Spennandi fyrir flugáhugamenn"
 • "Mjög skemmtilegt og ég mæli með því"
 • "Ein besta upplifun lífs míns"

Umsagnir þátttakenda eftir námskeiðið í febrúar 2015

 • "Ég mæli algjörlega með þessu fyrir fólk sem hefur áhuga á flugi og vill kynnast ýmsum sviðum"
 • "Gargandi snilld. Tær snilld sem þú ættir ekki að lára framhjá þér."
 • "Eitt orð: fluggeggjun"
 • "Frábært námskeið heppnaðist mjög vel, skemmtilegir kennarar og aðstoðarmenn sem gerði námskeiðið létt, þægilegt en samt skilningsríkt og öllu var vel skilað af sér."

Nánari upplýsingar veita Sigrún Svafa Ólafsdóttir á netfangið viskubrunnur@keilir.net eða í síma 578 4091