Umsókn um nám

Umsóknir um námsvist í framhaldsskólum landsins fara fram á vef Menntamálastofnunar.

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustið 2019
 
  • Innritun á starfsbrautir: 1. - 28. febrúar.
  • Forinnritun fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk, á aðrar brautir en starfsbrautir: 8. mars - 12. apríl.
  • Lokainnritun fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk, á aðrar brautir en starfsbrautir: 6. maí - 7. júní.
  • Innritun eldri nemenda 7. apríl - 31. maí.
Innritun í framhaldsskóla er rafræn, þ.e. sótt er um skólavist á netinu. Nemendur þurfa nettengda tölvu og hægt er að fá aðstoð við innritun í grunnskólum og framhaldsskólum sé þess óskað.