Lokainnritun 10. bekkinga í framhaldsskólanám á haustönn 2021

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní. Innritun í framhaldsskóla er rafræn, þ.e. sótt er um skólavist á netinu. Nemendur þurfa nettengda tölvu og hægt er að fá aðstoð við innritun í grunnskólum og framhaldsskólum sé þess óskað.