Verðskrá

Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð 

Námsgjöld eru innheimt fyrir hverja önn fyrir sig sérstaklega, þau miðast við staðgreiðslu og skulu vera að fullu greidd í upphafi hverrar annar samkvæmt útgefnum gjalddaga hverju sinni. Samhliða innheimtu námsgjalda eru innheimt félagsgjöld fyrir Nemendafélag Menntaskólans á Ásbrú. Nemandi getur ekki fengið afhent prófskírteini fyrr en uppgjör vegna námsgjalda hefur farið fram að fullu. Þeir nemendur sem ekki hafa greitt skólagjöldin sín þegar nám hefst geta átt von á að lokað verði á aðgang þeirra að kennslukerfi skólans án fyrirvara. Námsgjöld eru ekki endurgreidd.

Námsgjöld veturinn 2021 - 2022 eru 70.500 krónur á önn.

Skoða stúdentsbraut í tölvuleikjagerð

Fjarnámshlaðborð

Nemendur skrá sig í áfanga á Fjarnámshlaðborðinu í gegnum Innu, en farið er yfir umsóknir og nemendur innritaðir á skrifstofutíma á virkum dögum. Hver áfangi kostar 21.000 kr. Námsgjöld fást ekki endurgreidd.

Skoða fjarnámshlaðborð

 

Verðskráin gildir frá og með september 2021. Allar upphæðir eru endurskoðaðar árlega miðað við þróun vísitalna og annarra þátta sem hafa áhrif á rekstur skólans. Skólinn áskilur sér rétt til fyrirvaralausra breytinga á verðskránni, ef tilefni er fyrir hendi t.d. vegna breytinga á kjarasamninga og annara utanaðkomandi gjalda og þátta sem geta haft áhrif á verðlagningu skólans. Tölur og dagsetningar settar fram með fyrirvara um villur.