Fréttir

Keilir í tölum

Í dag, 20. október er alþjóðlegi tölfræðidagurinn sem tölfræðideild efnahagssviðs Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir og er haldinn hátíðlegur á fimm ára fresti. Keilir lætur sitt ekki eftir sitja við fögnuð á tölfræðinni og höfum við birt alla gildandi tölfræði um nemendahóp okkar hér á síðunni.
Lesa meira

Fjarnámsaðstæður við MÁ vikuna 5. - 9. október

Öll vinna nemenda og kennara færist yfir í fjarnámsaðstæður í komandi viku, 5.-9.október. Vikan er sú síðasta í fyrri lotu annarinnar. Skólastarfið verður nánast með óbreyttu sniði, sama stundatafla, sömu verkefni, virk mætingaskylda o.s.frv. Það eina sem breytist er að í stað þess að nemendur séu staðsettir á Ásbrú í kennslu stundum þá verða þau stödd heima hjá sér. Þetta gerir örlítið auknar kröfur til nemenda hvað varðar sjálfstæð vinnubrögð og þau þurfa að vera mjög virk og móttækileg í rafrænum samskiptum – bæði við samnemendur og kennara.
Lesa meira

Breytingar á skólahaldi vegna COVID-19

Vegna hertra samkomutakmarkana verða enn frekari breytingar á skólahaldi í Keili frá og með mánudeginum 5. október. Allt nám færist yfir í fjarnám eins og því verður við komið. Mötuneyti Keilis verður lokað enn um sinn og gestakomur bannaðar.
Lesa meira

Leiðbeiningar um notkun gríma

Grímuskylda hefur verið tekin upp við Menntaskólann á Ásbrú frá og með deginum í dag. Nemendur geta fengið grímur afhentar við aðalinngang og við kennslustofur, eða mætt með sínar eigin grímur kjósi þeir það. Hér er að finna leiðbeiningar um grímunotkun
Lesa meira

Grímuskylda í Menntaskólanum á Ásbrú

Í kjölfar tilmæla Almannavarna og samráðs við mennta- og menningarmálaráðuneyti mun grímuskylda vera í gildi í Menntaskólanum á Ásbrú frá mánudeginum 21. september þar til annað verður auglýst.
Lesa meira

Hvernig kemst ég til ykkar?

Það eru örar og reglulegar samgöngur með strætó til og frá Ásbrú. Þú gætir einnig átt rétt á jöfnunarstyrk til að niðurgreiða ferðir þínar til og frá skóla. Vissir þú að þú ert fljótari að taka strætó úr Hafnarfirði í Reykjanesbæ, en þú ert að fara á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur?
Lesa meira

Menntaskólinn á Ásbrú settur í annað sinn

Annað skólaár Menntaskólans á Ásbrú var sett við athöfn í aðalbyggingu Keilis í dag, 17. ágúst 2020. Þar var tekið á móti 28 nýnemum sem bætast við nemendahóp skólans. Nanna Kristjana Traustadóttir fór með setningarræðu þar sem hún lagði áherslu á bjartar horfur tölvuleikjaiðnaðarins, hversu jákvætt það væri að geta komið saman og mikilvægi þess að hugsa út fyrir rammann í félagslífi sem og starfi skólans í núverandi árferði.
Lesa meira

Námsskipulag og skólasetning MÁ

Hér má nálgast upplýsingar um námsskipulag og skólasetningu Menntaskólans á Ásbrú sem fer fram mánudaginn 17. ágúst.
Lesa meira

Fjarfundarbúnaður fyrir haustið

Nám á haustmisseri mun hefjast í staðnámi en sökum þeirra óljósu aðstæðna sem skapast vegna COVID-19 er gott fyrir nemendur að vera undir það búnir að vinna meira í fjarnámi eða geta sinnt samskiptum við aðra á fjarfundum. Því ráðleggjum við þeim að hafa góð heyrnatól með míkrafón og góða vefmyndavél til umráða.
Lesa meira

Upplýsingar vegna upphaf skólaárs Menntaskólans á Ásbrú

Undirbúningur fyrir starf á haustönn er í fullum gangi og á áætlun er að skólinn hefjist með teymisdögum þann 17. ágúst. Stundaskrá verður aðgengileg á INNU föstudaginn 14. ágúst. Líkt og undanfarna mánuði fylgjumst við grant með framvindu mála vegna COVID-19 og munum við láta vita ef hertar reglur hafa áhrif á upphaf skólaársins.
Lesa meira