Fréttir

Nemendum heldur áfram að fjölga við Keilir

Mennta- og þjónustusvið Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um aldur, kyn, búsetu og þjóðerni nemenda. Frá síðustu skýrslu í október á síðasta ári hefur nemendafjöldi aukist um rúm 200 eða úr 1010 nemendum og í 1212.
Lesa meira

Aukið framboð á opnum framhaldsskólaáföngum

Keilir býður upp á röð opinna framhladsskólaáfanga og bættist í byrjun febrúar við nýr áfangi um inngang að afbrotafræði. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig og byrjað hvenær sem þeim hentar.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun vegna jarðhræringa

Vegna jarðhræringa á Reykjanesinu viljum við benda starfsfólki og nemendum á viðbragðsáætlun Keilis sem aðgengileg er á heimasíðu skólans. Áætlunin er unnin af framkvæmdastjórn Keilis og eru í samræmi við leiðbeiningar frá Almannvörnum og athugasemdir viðbragðsaðila á svæðinu.
Lesa meira

Yfirlýsing frá markaðssviði Keilis

Í ljósi nýbirtra upplýsinga er varða líkamssmánun og skeytingarleysi starfsmanna gagnvart umræðunni hefur markaðssvið Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs tekið þá ákvörðun að veita auglýsingafé sínu í aðra átt en að miðlum Sýnar næstu misserin.
Lesa meira

Nám í alþjóðlegum menntaskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir árlega einum íslenskum nemanda styrk til náms við Alþjóðlega menntaskólann. Skólinn á í samstarfi við Rauða krossinn og Norðurlöndin, sem eiga aðild að stofnun hans. Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist á hverju ári. Þeir skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-18 ára.
Lesa meira

Leikjastreymi MÁ

Leikjastreymi Menntaskólans á Ásbrú fór fram á Twitch í gær, en þar prófuðu Lovísa Gunnlaugsdóttir, annars árs nemi á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð, og Sverrir Bergmann, stærðfræðikennari, leiki sem nemendur hafa gert í námi sínu við Menntaskólann á Ásbrú.
Lesa meira

Samstarfsverkefni Menntaskólans á Ásbrú og Solid Clouds

Mánudaginn 1. febrúar hefst annað samstarfsverkefni Menntaskólans á Ásbrú og íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Verkefnið er leikjadjamm (e. game-jam) annars árs nemenda á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð sem munu á þremur vikum hanna leiki sem þeir kynna fyrir starfsmönnum Solid Clouds og fá endurgjöf fyrir verkin.
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur fyrir nemendur Menntaskólans á Ásbrú

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2021 er til 15. febrúar næstkomandi.
Lesa meira

Nýtt skipurit og væntanleg vefsíða Keilis

Á haustmánuðum samþykkti framkvæmdastjórn Keilis nýtt skipurit. Tilgangur breytingarinnar var að afmarka betur kennslu- og stoðsvið, auka teymisvinnu þvert á svið, bæta þjónustu og samskipti og skýra betur starfsemi Keilis. Ný vefsíða Keilis er væntanleg með vorinu og mun hún endurspegla hið nýja skipurit betur.
Lesa meira

Kjarninn: Tölvuleikjahönnun næsti vaxtargeiri á Íslandi

Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú og framkvæmdastjóri Keilis skrifa um tölvuleikjaiðnaðinn og þá möguleika sem í honum liggja.
Lesa meira