Ída Jensdóttir nýr fjármálastjóri Keilis

Ída Jensdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs.

Ída er útskrifuð með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og B.Ed. í leikskólafræðum frá sama skóla. Ída hefur að geyma allnokkra reynslu af rekstri sjálfstætt starfandi skóla og gegndi m.a. stjórnarsetu í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla á árunum 2009 – 2018. Nú síðast starfaði hún sem verkefnastjóri í mannauðsteymi Hafnarfjarðarbæjar þar sem hún vann að innleiðingu fræðslukerfa ásamt fleiri verkefnum. Þar að auki hefur hún sinnt starfi framkvæmdastjóra bæði við Arnarskóla og leikskólann Sjáland.

Við bjóðum Ídu hjartanlega velkomna í hópinn og óskum henni velfarnaðar í starfi.


Tengdar fréttir