Keilir á Starfamessu á Selfossi

Keilir verður með kynningu á námsframboði skólans á Starfamessu á Selfossi, miðvikudaginn 10. apríl næstkomandi. Við kynnum sérstaklega nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú, atvinnuflugnám og leiðsögunám í ævintýraferðamennsku.

Að þessu sinni verður messan haldin í Hamri, hinu nýja verknámshúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands og líkt og áður eru það nemendur 9. - og 10. bekkja grunnskólanna á Suðurlandi sem eru sérstaklega boðnir til messunnar en auk þess eru framhaldsskólanemar, foreldrar og allir aðrir áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér hvað sunnlenskt mennta- og atvinnulíf hefur uppá að bjóða þegar kemur að störfum í iðn-, verk- og tæknigreinum. 

Öll helstu fyrirtæki á Suðurlandi í áðurnefndum greinum verða á messunni og kynna sína starfsemi fyrir gestum messunnar og hvaða leiðir nemendur þurfa að fara til þess að ná þeirri hæfni sem til þarf. Gert er ráð fyrir um 800 nemendum yfir daginn auk þess sem messan verður opin fyrir almenning frá kl. 14 - 16. 

Við hvetjum Sunnlendinga til þess að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara og komi við og kynnist því hversu ótrúlega fjölbreytt atvinnutækifæri í iðn-, verk- og tæknigreinum eru á Suðurlandi. 

Nánari upplýsingar um messuna má finna á www.starfamessa.


Tengt efni