Forinnritun nemenda 10. bekkja í framhaldsskóla landsins fer fram á tímabilinu 8. mars - 13. apríl. Skráning fer fram á á heimasíðunni Menntagátt. Athugið að námið er skráð undir „Menntaskólanum á Ásbrú“ en ekki Keili.
Nánari upplýsingar um innritun í námið
Allir umsækjendur eru boðaðir í inntökuviðtal við fulltrúa Menntaskólans á Ásbrú. Til viðbótar við inntökuviðtalið er miðað við að umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði - eða hafi lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Samkvæmt reglugerð nr. 1150/2008 um innritun í framhaldsskóla eiga umsækjendur undir 18 ára aldri rétt á að stunda nám í framhaldsskóla og hafa þannig forgang fram yfir eldri umsækjendur. Hæfni umsækjenda er metin út frá fyrrnefndum viðmiðum og býðst skólavist m.t.t. hæfnimats. Inntökufjöldi getur verið ólíkur milli anna.
Menntaskólinn á Ásbrú byggir á praktískum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmið okkar er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.
Kynnið ykkur nám í tölvuleikjagerð til stúdentsprófs í nýjasta skóla landsins á www.menntaskolinn.is