Breytingar á skólahaldi vegna COVID-19

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19 samhliða hertum samkomutakmörkunum. Mikil fjölgun smita undanfarna daga auka líkur á veldisvexti og mikilvægt að allir taki stöðuna alvarlega.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að allt nám á vegum Keilis færist yfir í fjarnám eins og því verður við komið. Mötuneyti Keilis verður lokað enn um sinn og gestakomur bannaðar. Fundir verða færðir í fjarfundaform og sóttvarnir hertar enn frekar. Starfsfólk sem hefur tækifæri til þess að vinna heima er hvatt til þess í samráði við stjórnendur.

Áfram verður grímuskylda í sameiginlegum rýmum og takmarkast við 30 manns. Áfram munum við tryggja góðar upplýsingar til nemenda og starfsfólks. 


Tengt efni