Forvarnarfulltrúi Menntaskólans á Ásbrú

Guðmundur Arnar Guðmundsson er forvarnarfulltrúi Menntaskólans á Ásbrú og tekur til starfa 1. janúar.  

Forvarnarfulltrúi Menntaskólans á Ásbrú

Forvarnarfulltrúi ber að leggja kapp á að öll störf séu unnin af faglegum metnaði. Honum ber að stuðla að góðu samstarfi við starfsfólk skólans og veita nemendum þá þjónustu og aðstoð sem í starfinu felst. Forvarnarfulltrúa er skylt að gæta þagmælsku um atriði sem hann fær vitneskju um í starfi sínu. Hann skal vinna verk sín af trúmennsku og hagkvæmni og í góðu samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.

Forvarnarfulltrúi skal hafa í heiðri við störf sín vönduð vinnubrögð í samræmi við lög og reglugerðir um skólastarf. Eins skal hann haga vinnu sinni samkvæmt gæðakerfi Keilis og siðareglum kennara ásamt öðrum reglum sem skólinn setur sér og starfsmönnum sínum Forvarnarfulltrúi ber ábyrgð á að verkefni í hans umsjá verði framkvæmd og innan þess fjárhags- og tímaramma sem hefur verið áætlaður og samþykktur.

Forvarnafulltrúinn hefur umsjón með aðgerðaáætlun forvarnastefnu, sér til þess að verklagi hennar sé fylgt og að unnið sé markvisst að þeim markmiðum sem í henni koma fram. Fulltrúinn er tengiliður allra þeirra málsaðila sem koma að forvarnastarfi: skólastjórnenda, nemenda, foreldra, starfsfólks skóla, lögreglu, sveitarfélaga, heilbrigðisstarfsólks og fleiri.

Guðmundur Arnar Guðmundsson sinnir starfi forvarnarfulltrúa MÁ og tekur hann til starfa 1. janúar 2020. Viðtalstími forvarnafulltrúa eru á mánudögum milli kl. 13:00 og 14:00. Hafi nemendur einhverjar spurningar eða vilji panta viðtalstíma geta þeir haft samband í gegnum netfangið forvorn@keilir.net