Almennar reglur

  1. Nemendur skulu sýna hver öðrum og starfsfólki kurteisi og tillitssemi. Mæta skal stundvíslega til starfa.
  2. Kennari stýrir fyrirkomulagi kennslustundar og nemendur skulu kynna sér verklag hans og fylgja því. Þetta gildir einnig um notkun farsíma og hvers kyns tækjabúnaðar.
  3. Öll meðferð og neysla tóbaks og vímuvaldandi efna er bönnuð í húsnæði, á lóð skólans og á vettvangi skólastarfsins. Sama gildir um notkun á rafrettum.
  4. Nemendum bera að ganga snyrtilega um kennslustofur og skilja snyrtilega við sín vinnusvæði í lok kennslustundar. Neysla matvæla er ekki heimil í kennslustofum.
  5. Nemendum ber að ganga snyrtilega um húsnæði og lóð skólans og fara vel með húsmuni og tækjabúnað.
  6. Myndatökur og/eða upptökur af nemendum, kennurum og öðru starfsfólki innan skólans eru óheimilar án leyfis viðkomandi aðila.
  7. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér reglur og áætlanir skólans og kynna sér þær leiðir og möguleika sem þeir hafa til að koma málum sínum á framfæri. 
  8. Nemendur skulu fylgjast reglulega með tilkynningum í kennslukerfi, á vef skólans, auglýsingaskjám og tölvupósti. 
  9. Málum er varða við lög er umsvifalaust vísað til lögreglu. Skólaráð ákveður hvort nemanda skuli vísað úr skóla á meðan rannsókn fer fram.

Kennara er heimilt að vísa nemendum úr tíma hlýti þeir ekki reglum. Skólareglur gilda einnig í öllum viðurkenndum ferðum á vegum skólans. Við brot á reglum er nemanda vísað til viðtals stjórnenda. Brot á reglum þessum geta varðað refsingu, s.s. brottvísun úr skóla.