Skv. 22. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla er hverjum skóla skylt að gefa út skólanámskrá og uppfæra hana reglulega. Skólanámskrá Keilis er að finna á heimasíðu Keilis. Námskráin skiptist í tvo hluta: Almennan hluta sem hér fer á eftir um stefnu og starfshætti Keilis. Hinn hlutinn snýst um brautarskipulag og áfangalýsingar. Hann er birtur á heimasíðu Keilis undir námskeiðs- og brautarlýsingar í hverri deild fyrir sig. Uppfært í ágúst 2020.
Einnig er hægt að sjá innihaldslýsingar á samþykktum brautum ásamt lykilhæfni á vef Menntamálastofnunar:
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, var stofnaður vorið 2007. Hlutverk Keilis er að byggja upp menntasamfélag í gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og leiða saman fyrirtæki, skóla, þekkingu og fjármagn, hvoru tveggja til nýsköpunar og útrásar í íslenskum menntamálum.
Keilir er hlutafélag í eigu ýmissa stofnana og fyrirtækja. Helstu hluthafar Keilis eru Háskóli Íslands, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, HS orka, Orkuveita Reykjavíkur og Bláa lónið ásamt fjölda annarra minni hluthafa.
Keilir býður upp á nám á framhaldsskólastigi, háskólastigi og styttri námskeið
Nám á framhaldsskólastigi er stúdentsbraut í tölvuleikjagerð, Háskólabrú sem er aðfaranám að háskóla, einkaþjálfun, styrktarþjálfun, flugnám og fótaaðgerðafræði. Stúdenstbrautin er kennd í staðnámi, Háskólabrú er kennd bæði í staðnámi og í fjarnámi með reglulegum staðlotum, ÍAK einka- og styrktarþjálfun er eingöngu kennd í fjarnámi með reglulegum staðlotum. Einnig hefur Íþróttaakademían nýlega farið af stað með námsbraut í einkaþjálfun á enskri tungu sem ber heitið Nordic Personal Trainer Certificate (NPTC). Um er að ræða nám sem er kennt alfarið í fjarnámi. ÍAK einkaþjálfunar námið hefur hlotið evrópska gæðavottun frá stofnunni Europe Active(EA) en slík vottun er mikils virði og ein besta viðurkenning sem einkaþjálfaranám getur hlotið í Evrópu. Á háskólastigi er kennd námsbraut ævintýraleiðsagnar á vegum Thompson River University. Í námskeiðsformi rekur Keilir námskeiðið Inntökupróf.is, sem er námskeið fyrir nemendur sem stefna á inntökupróf í læknisfræði eða sjúkraþjálfun. Einnig er Vinnuverndarskóli Íslands á vegum Keilis og þar eru kennd hin ýmsu námskeið tengd vinnuvernd.
Aðaðl Kennsluhúsnæði Keilis er í 5.500 fermetra byggingu er áður hýsti menntaskóla Varnarliðsins. Er þar kappkostað að hafa aðbúnað sem bestan. Kennslustofur eru þannig ólíkar að stærð, gerð og búnaði. Félagsleg aðstaða og þjónusta öll á að vera til fyrirmyndar – bæði fyrir kennara og nemendur. Þá er flugakademía Keilis einnig með aðstöðu á flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar ásamt kennslu- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Grunngildi Keilis eru samstarf, virðing, framsækni og þjónusta.
Keilir hefur á síðustu árum umbreytt kennsluháttum sínum frá hefðbundnum kennsluháttum yfir í vendinám (e. flipped learning). Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistaðar á netinu. Nemendur geta horft/hlustað á kynningarnar eins oft og þeir vilja og þurfa. Umræðusvæði nemenda og kennara eru aðgengileg á kennslusvæði hvers hóps þar sem allir í hópnum geta fylgst með umræðum og eða tekið þátt í þeim. Þá eru nemendur hvattir til að viða að sér þekkingu og upplýsinga á netinu.
Kennslustundir eru tími til vinnu og samstarfs. Þar vinna nemendur verkefnin, oft saman í hóp, og kennarar aðstoða við úrlausnir eftir þörfum. Lærdómurinn verður lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Keilir er með sína reynslu og þekkingu í fararbroddi íslenskra menntastofnana á sviðið vendinám. Mikil áhersla er lögð á tölvunotkun og upplýsingatækni í skólanum og nota nemendur eigin fartölvur og hafa aðgang að þráðlausu neti skólans. Í öllum áföngum er notast við kennslukerfið Moodle.
Í stjórn Keilis sitja sjö manns, tilnefndir af hluthöfum, og sjö til vara. Keili er skipt í nokkra deildir eða skóla. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra. Hann ræður forstöðumenn yfir einstökum deildum/skólum. Forstöðumenn skóla hafa umsjón með skipulagi, starfi og faglegu starfi innan hvers skóla, þ.m.t. mannaráðningum. Forstöðumenn eru yfir Háskólabrú, Flugakademíu, Íþróttaakademíu, Menntasviði, Þróunar- og markaðssviði sem og Rekstrarsviði en undir það fellur fjármálastjórn og skrifstofustjórn.
Framkvæmdastjóri og forstöðumenn deilda sitja vikulega fundi framkvæmdastjórnar.
Stjórn Keilis 2021 er skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Varamenn:
Framkvæmdastjóri og forstöðumenn eru eftirfarandi
Keilir býður upp á fjölbreytt nám í hæsta gæðaflokki fyrir breiðan hóp nemenda og hefur skýr gæðaviðmið. Skólinn er í góðum tengslum við nærsamfélagið, aðliggjandi skólastig og atvinnulífið og sinnir með þeim hætti breytilegum þörfum margra. Eitt af gildum Keilis er framsækni og framtíðarsýn skólans er að sækja ávallt fram, fylgjast vel með nýjum kennsluháttum, tækninýjungum og bjóða upp á besta búnað sem völ er á hverju sinni með það að markmiði að skila vel menntuðu fólki út í atvinnulíf og framhaldsnám. Jafnframt skal lögð áhersla á skólaþróun og fagmennsku kennara.
Stefna Keilis er að:
Keilir er samfélag nemenda, kennara og annars starfsfólks. Í slíku samfélagi ber öllum skylda til að taka siðferðislega ábyrgð á störfum sínum. Hverjum og einum ber að sýna virðingu, heiðarleika, sanngirni og jafnrétti í hegðan sinni, námi og störfum.
Siðareglur Keilis eru:
Framkvæmdastjóri Keilis skipar einn nemanda og tvo starfsmenn í siðanefnd og ber okkur öllum að vera vakandi fyrir því að halda siðareglur skólans. Ef við verðum vör við að reglurnar hafi verið brotnar látum við námsráðgjafa vita sem kallar saman siðanefnd.
Upplýsingaöryggisstefna Keilis lýsir áherslum skólans á verndun og meðferð gagna/upplýsinga í vörslu og eigu Keilis. Verja þarf þær upplýsingar sem Keilir varðveitir fyrir öllum ógnum, innri og ytri,af ásetningi, gáleysi eða slysni. Innleiðing og framkvæmd stefnunnar er grundvöllur að faglegum vinnubrögðum og er mikilvæg til að fullvissa starfsmenn Keilis og notendur þjónustu skólans, um heilindi og rétt vinnubrögð.
Upplýsingaöryggisstefnan tekur til allra gagna/upplýsinga, í hvaða formi sem þau/þær eru og hvar sem þau/þær eru vistuð. Sérstök áhersla er lögð á:
Upplýsingaöryggisstefnan tekur jafnframt til þess húsnæðis, búnaðar og kerfa, þar sem gögn/upplýsingar eru geymd eða fara um, þ.e. tölvuvélasalir, netþjónar, upplýsingakerfi, gagnagrunnar, kaplar, nettengibúnaður og fjarskiptaskápar. Upplýsingaöryggisstefnan nær jafnframt til starfsmanna Keilis og samningsbundinna samstarfsaðila sem hafa aðgang að umræddum gögnum/upplýsingum.
Markmið með upplýsingaöryggisstefnunni eru að:
Leiðir að ofangreindum markmiðum eru:
Ábyrgð við framkvæmd og viðhald upplýsingaöryggisstefnunnar skiptist á eftirfarandi hátt:
Viðbætur við þessa öryggisstefnu útfæra nánar leiðir að markmiðum og geta skýrt betur hvaða reglum skuli fylgja.
Afstaða Keilis
Öll mikilvæg gögn verður að afrita reglulega. Hægt verður að endurreisa mikilvæg gögn í þá stöðu sem þau voru í við lok síðasta vinnudags, nema hrun eigi sér stað. Eigi hrun sér stað verður að vera hægt að endurbyggja vikugömul gögn.
Réttlæting
Tap á mikilvægum gögnum getur haft alvarlegar afleiðingar á starfsemi Keilis.
Tímarammi
Afritunarstefnan er í gildi á öllum tímum.
Hlutverk og ábyrgðir
Framkvæmd
Frekari upplýsingar
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hjá tölvunarfræðingi.
Afstaða Keilis
Hver starfsmaður sem hefur aðgang að fjárhagsupplýsingakerfi Keilis notendanafn og lykilorð. Lykilorðið býður upp á sannreyningu að aðeins leyfilegir notendur geti nálgast fjárhagskerfi Keilis með þessu eintæka notendanafni.
Réttlæting
Sterkt lykilorðaöryggi tryggir að tölvukerfi séu sem öruggust.
Tímarammi
Þessar reglur um lykilorð eiga við á öllum tímum.
Hlutverk og ábyrgðir
Frekari upplýsingar
Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá tölvunarfræðingi.
Keilir miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem Keilir vinnur með. Keilir hefur á þeim grundvelli sett sér svohljóðandi persónuverndarstefnu:
Keilir leitast við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni og er stefna þessi byggð á persónuverndarlögum nr. 90/2018 frá 15. júlí 2018.
Með stefnu þessari leggur Keilir áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan Keilis fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.
Persónuverndarstefnan gildir um sérhverja vinnslu persónuupplýsinga Keilis, en þegar vísað er til Keilis í stefnu þessari er einnig átt við allar námsbrautir á vegum skólans.
Persónuverndarstefna þessi lýsir vinnslu Keilis á persónuupplýsingum. Keilir mun auk þess leitast við að veita þeim einstaklingum, sem unnið er með persónuupplýsingar um, nánari fræðslu um þá vinnslu.
Með persónuupplýsingum er átt við allar upplýsingar sem hægt er að tengja eða rekja til tiltekinna einstaklinga á beinan jafnt sem óbeinan hátt. Það gæti verið í rituðum texta, rafrænu upplýsingakerfi eða á mynd. Dæmi um þetta er nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, námsbrautir og jafnvel heilbrigðisupplýsingar af ýmsu tagi.
Fyrir starfsmenn næði þetta m.a. til starfsaldurs, launaupplýsinga, viðveru- og fjarvistaupplýsinga, veikinda, orlofs og vinnutíma. Upplýsingar sem eru ópersónugreinanlegar teljast ekki persónuupplýsingar.
Margvísleg skráning upplýsinga er nauðsynleg, bæði vegna þeirrar þjónustu sem skólinn veitir og vegna reksturs hans. Án þessarar skráningar væri ekki unnt að veita þá gæðaþjónustu sem skjólstæðingar Keilis búast við að fá eða að stjórna starfseminni á skilvirkan hátt. Undir hugtakið vinnsla fellur öll notkun persónuupplýsinga, s.s. söfnun, skráning, varðveisla, miðlun og eyðing.
Öll vinnsla Keilis á persónuupplýsingum fer fram í skýrum tilgangi og byggist á lögmætum grundvelli samkvæmt persónuverndarlögum. Gætt er að því að persónuupplýsingar séu ekki unnar frekar á þann hátt að vinnslan sé ósamrýmanleg hinum upprunalega tilgangi vinnslunnar. Keilir leggur áherslu á að ekki sé gengið lengra í vinnslu persónuupplýsinga en þörf krefur, til að ná því markmiði sem stefnt er að með vinnslunni.
Til þess að tryggja að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við meginreglur persónuverndarlaga veitir Keilir starfsfólki sínu fræðslu og þjálfun í því hvernig skuli umgangast slíkar upplýsingar.
Við rekstur skóla safnast óhjákvæmilega ýmsar persónuupplýsingar um mismunandi hópa einstaklinga og er vinnsla slíkra upplýsinga nauðsynleg svo Keilir geti veitt lögbundna þjónustu sem menntastofnun.
Keilir safnar og vinnur m. a. með persónuupplýsingar um:
Keilir safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um framangreinda flokka einstaklinga, en þó eingöngu upplýsingar sem eru nauðsynlegar og viðeigandi með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar hverju sinni. Þannig er ólíkum persónuupplýsingum safnað um ólíka flokka einstaklinga og fer vinnsla og söfnun á persónuupplýsingum eftir eðli sambandsins sem er á milli Keilis og viðkomandi einstaklings. Þannig er umfangsmeiri upplýsingum t.d. safnað um nemendur Keilis og starfsmenn heldur en aðra.
Undir tilteknum kringumstæðum safnar Keilir viðkvæmum persónuupplýsingum, s.s. um heilsufar, aðild að stéttarfélagi og þjóðernislegan uppruna. Sérstök aðgát er höfð við vinnslu slíkra upplýsinga.
Keilir aflar að mestu persónuupplýsinga beint frá þeim einstaklingum sem upplýsingarnar varða. Við tilteknar aðstæður geta upplýsingarnar þó komið frá þriðja aðila, t.d. Innu eða öðrum skólum. Þegar upplýsinga er aflað frá þriðja aðila mun Keilir upplýsa um slíkt, eftir því sem við á.
Tilgangur upplýsingasöfnunar er að tryggja rekstur og þjónustu við nemendur Keilis sbr. lög 92/2008 um framhaldsskóla og sbr. lög 60/1998 um loftferðir og reglugerð 692/1999 um flugskóla. Ýtrasta trúnaðar er gætt við meðferð allra persónuupplýsinga.
Upplýsingar um nemendur eru skráðar í nemendaskrá. Allar nemendaskrár eru skilgreindar sem persónuupplýsingar. Einungis viðeigandi starfsmenn Keilis hafa aðgang að nemendaskrám í samræmi við lög um framhaldsskóla og reglur Keilis um aðgangsheimildir starfsmanna. Upplýsingum er eingöngu miðlað út fyrir Keili í samræmi við lög, m.a. geta nemendur í fjarnámi þurft að taka próf í öðrum skóla og þá eru gerðar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga nemenda. Þá er Flugakademían í vissum tilvikum skuldbundin til að miðla upplýsingum til annarra aðila, svo sem Isavia og Samgöngustofu. Það sama á við um Íþróttaakademíu sem er skuldbundin að miðla upplýsingum m.a. til EuropeActive. Öllum nemendum er veitt lágmarksfræðsla í inntökuferlinu um feril persónuupplýsinga sem þau gefa til vinnslu.
Samkvæmt lögum um persónuvernd á nemandi eða umboðsmaður hans rétt á aðgangi að eigin nemendaskrá í heild eða að hluta og að fá afhent afrit af henni ef þess er óskað.
Í lögum um nemendaskrá og lögum um opinber skjalasöfn er mælt fyrir um að upplýsingar í nemendaskrá skuli varðveittar til frambúðar.
Upplýsingar um starfsfólk Keilis eru skráðar m.a. vegna launagreiðslna, vinnuskila og veikinda. Nauðsynlegar upplýsingar um starfsmenn eru m.a. sendar til Fjársýslu ríkisins vegna launagreiðslna.
Keilir safnar persónuupplýsingum fyrst og fremst til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli laga sem gilda um rekstur og þjónustu. Þá safnar Keilir einnig persónuupplýsingum vegna samningssambands sem Keilir er í t.d. við starfsfólk eða verktaka, eða til að koma slíku samningssambandi á. Þá byggir Keilir sumar vinnslur jafnframt á samþykki hinna skráðu, s.s. vegna myndbirtingar og á lögmætum hagsmunum Keilis, s.s. vegna eftirlits í öryggis- og eignavörsluskyni.
Þar sem Keilir er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem Keilir vinnur því afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.
Keilir beitir viðeigandi tæknilegum og skipulögðum ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar með sterkri aðgangsstýringu innan skjalavörslukerfis þess, með sértöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra.
Keilir stuðlar að virkri öryggisvitund starfsmanna með viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi öryggi við vinnslu persónuupplýsinga.
Keilir kann að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila af mismunandi ástæðum. Þannig geta þriðju aðilar sem veita Keili upplýsingatækniþjónustu haft aðgang að persónuupplýsingum en Keili kann einnig að vera skylt samkvæmt lögum að afhenda þriðja aðila persónuupplýsingar. Nemendum er ávallt tryggt lágmarksfræðsla um hverjir viðkomandi aðilar það eru líkt og lög um persónuvernd kveður á um.
Keilir semur eingöngu við utanaðkomandi aðila sem tryggja öryggi persónuupplýsinga sem þeir vinna með fyrir hönd Keilis og er þá gerður viðeigandi vinnslusamningur. Þá mun Keilir ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar og eða með heimild nemenda.
Einstaklingar hafa rétt til að vita hvaða persónuupplýsingar Keilir vinnur um þá og geta eftir atvikum óskað eftir afriti af upplýsingunum. Þá geta einstaklingar fengið rangar persónuupplýsingar um sig leiðréttar og í einstaka tilvikum persónuupplýsingum um sig eytt. Jafnframt geta einstaklingar í ákveðnum tilvikum mótmælt vinnslu persónuupplýsinga og óskað eftir því að vinnsla þeirra verði takmörkuð. Óski einstaklingur eftir að flytja upplýsingar um sig til annars aðila, t.d. til annars skóla, getur viðkomandi einnig átt rétt á að fá persónuupplýsingar sínar afhendar til sín persónulega á tölvutæku formi eða að þær verði fluttar beint til viðkomandi þriðja aðila.
Í þeim tilvikum er vinnsla Keilis byggir á samþykki getur sá sem veitti samþykkið alltaf afturkallað það.
Keilir virðir framangreind réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlögum.
Leitast er við að bregðast við öllum beiðnum innan 30 daga frá viðtöku þeirra.Sé um að ræða umfangsmikla eða flókna beiðni mun Keilir upplýsa um slíkar tafir og leitast við að svara í síðasta lagi innan þriggja mánaða frá viðtöku á beiðni.
Ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram innan Keilis getur verið mismunandi eftir sviðum og deildum skólans til að tryggja að upplýsingarnar verði ekki persónugreinanlegar. Sérhver starfsmaður Keilis ber lagalega skyldu til þess að þínar upplýsingar, hvort heldur þú ert nemandi eða starfsmaður, séu geymdar á öruggan hátt og að trúnaðar sé gætt og er það staðfest í ráðningarsamningi hvers og eins.
Vefsíðan keilir.net meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, beiðna eða starfsumsókna, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Keilir sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.
Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla, sjá nánar í vafrakökustefnu.
Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem notandi hefur gefið samþykki sitt við meðferð upplýsinganna. Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Keilis í tölvupósti á gudmundurag@keilir.net
Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar og eru nauðsynlegir fyrir eðlilega virkni:
Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar fyrir tölfræðilegar upplýsingar og deilingu á samfélagsmiðlum:
Hafi einstaklingar spurningar um persónuverndarstefnu þessa eða hvernig Keilir varðveitir eða vinnur persónuupplýsingar geta þeir ávallt haft samband við persónuverndarfulltrúa Keilis sem mun leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina einstaklingum um réttindi þeirra samkvæmt persónuverndarstefnu þessari og persónuverndarlögum.
Ef einstaklingur er ósáttur við vinnslu Keilis á persónuupplýsingum hans getur hann jafnframt sent erindi til Persónuverndar.
Persónuverndarfulltrúi Keilis er Guðmundur Arnar Guðmundsson, en hann hefur umsjón með eftirfylgni við persónuverndarstefnu Keilis og að persónuverndarlögum sé framfylgt.
Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Keilis með því að senda honum tölvupóst hér.
Keilir getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum og reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig Keilir vinnur með persónuupplýsingar. Verði gerðar breytingar á stefnu þessari verður slíkt kynnt á heimasíðu Keili www.keilir.net
Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt.
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur. Vafrakökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á tölvunni þinni. Slíkar skrár gefa okkur kost á að fylgjast með hvernig þú notar heimasíðuna okkar. Við notumst við vafrakökur í tengslum við skráningu á IP-tölu til að auðkenna þann netvafra sem þú notar. Vafrakökur eru ekki njósnabúnaður og Keilir safnar ekki upplýsingum um netvafur eða miðlar upplýsingum sem safnast með vafrakökum til þriðju aðila, að undanskilinni miðlun sem á sér stað með Google Analytics og AddThis (fyrir deilingu á samfélagsmiðla).
Það er að sjálfsögðu hægt að vafra um síðuna okkar án þess að nota vafrakökur en það getur valdið því að ekki sé hægt að nýta alla þá möguleika sem síðan hefur upp á að bjóða.
Upplýsingar um hvernig stilla má aðra vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: allaboutcookies.org.
Stefna setur eina köku til að muna ef vafrakökur hafa verið samþykktar en einnig er notað þjónustu frá Addthis.com til að bjóða upp á deilingu á fréttum og öðru efni á samfélagsmiðlum. Hægt er að slökkva á kökum frá addthis hér.
Þessi vefsíða notar þjónustu Google Analytics til að safna tölfræðilegum gögnum um notkun á vefsíðunni. Þessar upplýsingar eru aðeins nýttar í þessum eina tilgangi. Ef þú vilt ekki að IP-tölu þinni sé miðlað með þessum hætti til Google Analytics getur þú óskað eftir slíku með því að smella hér.
Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um notkun á vafrakökum á framfæri, skal athugasemdum komið til Keilis í tölvupósti.
Ef þú telur að þú sért lagður í einelti, eða einhver sem þú þekkir, þá getur þú fengið aðstoð. Það er alltaf í lagi að hafa samband og biðja um hjálp, sama hvort þér finnst málið vera alvarlegt eða ekki.
Talaðu við þann sem þú treystir best. Fjölskylda, vinir eða samnemendur vita oft hvað er gott að gera og geta hjálpað manni að takast á við eineltið og/eða láta vita af því.
Kennarar, námsráðgjafar og annað starfsfólk skólans geta aðstoðað þig - hikaðu aldrei við að hafa samband og ræða málið!
Hjálparsími og netspjall Rauða krossins er opið allan sólarhringinn og þar er hægt að tala við fólk sem er þjálfað í að ræða við þá sem líður illa. Ekki þarf að gefa upp nafn og fullur trúnaður ríkir (nema tilkynningaskylda samkvæmt barnaverndarlögum gildi).
Fram kemur í siðareglum Keilis að nemendur og starfsfólk skuli koma fram hvert við annað af kurteisi og virðingu í öllum samskiptum. Einelti er ekki liðið við skólann. Ef upp kemur grunur um einelti innan skólans er tekið á þeim málum og þau sett í ákveðið ferli.
Einelti er neikvætt og illgirnislegt atferli sem felur í sér endurtekið áreiti og/eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt. Eineltinu er stýrt af einstaklingi eða hópi, beinist að öðrum og stendur yfir í nokkurn tíma. Slík samskipti einkennast af ákveðnu ójafnvægi aflsmuna eða annars valds. Einelti getur birst á mismunandi hátt, m.a.:
eða sem annað niðurlægjandi áreiti s.s.:
Ekki er um tæmandi yfirlit að ræða!
Sá einstaklingur sem verður fyrir einelti eða ofbeldi segir oft ekki frá því heldur skammast sín og kennir sjálfum sér jafnvel um. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis, en þau geta m.a verið þannig að einstaklingur:
Ef upp kemur einelti eða annað ofbeldi í skólanum ber að tilkynna það til námsráðgjafa eða annars starfsmanns skólans sem viðkomandi nemandi eða starfsmaður treystir sér til að tala við. Viðkomandi starfsmanni ber svo að tilkynna málið til siðanefndar skólans. Siðanefnd vinnur að lausn málsins með viðbragðsáætlun til hliðsjónar. Í siðanefnd eru Þóra Kristín Snjólfsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Eggert Björvinsson vinnuverndarkennari og fulltrúi nemenda er kallaður til ef við á.
Við Keili skal ríkja jafnrétti og gagnkvæm virðing meðal starfsfólks og nemenda og skulu allir njóta sanngirni og jafnra tækifæra. Í jafnréttisáætlun þessari skal tryggt að starfsmönnum sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar eða kynhneigðar og koma í veg fyrir mismunun eða áreiti á grundvelli þessa eða annarra óviðkomandi þátta. Áætlunin á að stuðla að því að allir innan Keilis séu virtir og metnir að verðleikum og á eigin forsendum og að hæfileikar og mannauður verði sem best nýttur.
Jafnréttisáætlun Keilis er í samræmi við 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu um jafnan rétt karla og kvenna, lögum nr. 59/1992 um jafna stöðu fatlaðs fólks og lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Jafnréttisáætlun þessi innifelur einnig jafnlaunastefnu skólans.
Ábyrgð og framkvæmd
Allir stjórnendur skólans eru ábyrgir fyrir framgangi jafnréttismála og framkvæmd og eftirfylgni jafnréttisáætlunar. Sérstök jafnréttisnefnd fylgist með framgangi jafnréttisáætlunar og skal í febrúar ár hvert taka út og birta skýrslu um stöðu jafnréttismála innan skólans og áætlaðar aðgerðir. Jafnréttisnefnd er kjörin af framkvæmdastjórn og skulu þar sitja þrír aðilar, tveir fulltrúar starfsfólks og einn fulltrúi nemenda. Nemandinn kemur að þeim þáttum er varða nemendur.
Áætlun um aðgerðir til að framfylgja jafnréttisstefnu
Öllum kynjum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir öll kyn. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.
Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo. (19. gr. laga nr. 10/2008)
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að öll kyn fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. |
Marka stefnu í jafnlaunamálum. Stefnan kynnt fyrir starfsfólki. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
31.des. 2022 |
Greina laun og fríðindi starfsmanna til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
||
Leiðrétta laun ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kynjanna. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
||
Jafnlaunavottun |
Framkvæmdastjóri Keilis |
Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið öllum kynjum (sbr 20. gr. laga nr. 10/2008; 8. gr. laga nr. 86/2018)
Ef úttekt á kynjahlutfalli starfsfólks leiðir í ljós að á eitt kynið hallar, mun skólinn leggja áherslu á að jafna hlut kynjanna. Haft verður í huga hvaða kröfur eru gerðar til umsækjenda, hvernig starfsauglýsingar eru orðaðar og hvar er auglýst eftir starfsfólki.
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að laus störf hjá Keili standi opin öllum |
Samantekt kynjahlutföllum í öllum starfshópum. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
Alltaf þegar starf er auglýst laust til umsóknar |
Samantekt yfir auglýst störf og ráðningar |
Framkvæmdastjóri Keilis |
||
Að jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópum |
Öll kyn hvött til að sækja um laus störf |
Framkvæmdastjóri Keilis |
Kynjahlutföll starfsmanna eftir starfaflokkum
Starfaflokkur |
Samtals |
Fjöldi kk. |
Fjöldi kvk. |
Fjöldi hlutlaust / hán |
Hlutfall kk. |
Hlutfall kvk. |
Hlutfall hlutlaust / hán |
Kennarar |
11 |
6 |
5 |
0 |
55% |
45% |
0 |
Stoðþjónusta |
18 |
8 |
10 |
0 |
44% |
55% |
0 |
Stjórnendur |
7 |
2 |
5 |
0 |
29% |
71% |
0 |
Stjórnendur Keilis munu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að öll kyn njóti sömu möguleika til símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. (Sbr. 20. gr. laga nr. 10/2008)
Keilir lítur á það sem sjálfsagðan hlut í starfsemi stofnunarinnar að senda starfsmenn sína á námskeið. Einn liður í jafnréttisáætluninni er að tryggja að öll kyn standi þar jafnt að vígi.
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Laus störf standi öllum kynjum til boða. |
Komi fram í öllum starfsauglýsingum. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
Í öllum starfsauglýsingum. |
Sæki tveir jafnhæfir einstaklingar um starf við skólann, skal velja einstakling af því kyni sem hallar á. |
Þegar ráðið er í nýtt starf. |
||
Að tryggja að starfsþjálfun og símenntun sé aðgengileg öllum kynjum. |
Árleg greining á sókn kynjanna í sambærilegum störfum í starfsþjálfun og símenntun. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
Lokið í maí ár hvert fyrir yfirstandandi skólaár. |
Hvetja starfsmenn, ef fram kemur munur á sókn kynjanna, í símenntun og starfsþjálfun. |
|||
Að tryggja að öll kyn hafi jafna möguleika í ráð og nefndir á vegum skólans. |
Hafa í huga kynjahlutföll þegar skipað er í nefndir og ráð. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
Alltaf þegar skipað er í nefndir og ráð. |
Keilir gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að gera kynjunum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna. (Sbr. 21. gr. laga nr. 10/2008)
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að vera fjölskylduvænn vinnustaður. |
Kynna stefnu stofnunarinnar hvað varðar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
Kynning í september ár hvert. |
Að hafa kerfi sveigjanlegs og fyrirsjáanlegs vinnutíma. |
Skóladagatal (starfsdagatal) segi fyrir um starfstíma skólaársins. |
Árlega í maí fyrir komandi skólaár. |
|
Leitast við að hafa stundatöflu kennara sem hagkvæmasta miðað við fjölskylduhagi. |
Stundatöflugerð. |
Deildastjórar |
Árlega í desember og ágúst. |
Leitast við að hafa eins sveigjanlegan vinnutíma og mögulegt er miðað við starfsemi stofnunarinnar fyrir alla starfsmenn. |
Fara yfir vinnuskyldu, viðveru og vinnutíma með öllum starfsmönnum. |
Framkvæmdastjóri Keilis/deildastjórar |
Árlega í starfssamtali í apríl. |
Þróa fjarvinnu þar sem því verður við komið. |
Þróa tækninotkun og samstarfshæfni fjarvinnu. |
Framkvæmdastjóri Keilis/deildastjórar |
Stöðugt, farið yfir á fagfundum á hausti og vori. |
Keilir telur jafna ábyrgð beggja foreldra afar mikilvæga. Öll kyn eru hvött til að nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs og vera heima hjá veiku barni til jafns við aðra foreldra. (Sbr. 21. gr. Laga nr. 10/2008)
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að öll kyn nýti sér þann rétt sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna. |
Kynna fyrir starfsfólki og þá sérstaklega verðandi foreldrum, réttindi og skyldur sem það hefur gagnvart vinnustaðnum. |
Framkvæmdastjóri Keilis |
Kynning í september |
Keilir gerir sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir [kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni] í skólastarfi og félagslífi á vegum skólans. (Sbr. 22. gr. laga 10/2008)
Keilir gerir sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemendur og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum eða starfsemi á vegum hans.
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að sinna fræðslu og upplýsingagjöf svo minnka megi áhættuna á því að nemendur og starfsfólk skólans verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og / eða kynferðislegri áreitni. |
Allt starfsfólk og nemendur skólans fái fræðslu um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. |
Náms- og starfsráðgjafi og framkvæmdastjóri Keilis. |
Lokið árlega í september og síðan fylgt eftir allt skólaárið. |
Að í skólanum sé til forvarnar og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. |
Forvarnar- og viðbragðsáætlunin kynnt fyrir öllum nemendum og öllu starfsfólki. |
||
Að starfsfólk og nemendur skólans viti hvert skal leita ef það verður fyrir eða verður vitni að kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og / eða kynferðislegri áreitni. |
Í forvarnar- og viðbragðsáætluninni kemur skýrt fram hvert skal leita ef slík mál koma upp. Staða nemenda könnuð í nemendakönnun. |
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Gæta skal þess að nemendur af öllum kynjum hafi jöfn tækifæri til að sitja í nefndum og ráðum á vegum skólans og nemendafélags hans. |
Yfirfara skipanir í ráð og nefndir nemenda. Yfirfara tillögur um þá nemendur sem koma fram fyrir hönd skólans. |
Nemendaráð. Félagsmálafulltrúar. Skólameistari. |
Þegar skipað er í ráð og nefndir nemenda. |
Gæta skal þess að nemendur af öllum kynjum hafi jöfn tækifæri til að koma fram fyrir hönd skólans í keppnum, kynningum, nefndum og ráðum annarra. |
Yfirfara skipanir þeirra sem koma fram fyrir hönd skólans. |
Nemendaráð. Félagsmálafulltrúar. Skólameistari. |
Þegar nemendur eru fengnir til að koma fram fyrir hönd skólans eða nemenda hans. |
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólanum, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi. Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu öll kyn hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf. (23. gr. laga nr. 10/2008)
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun, áætlanagerð og kennslu í skólanum. |
Stjórnendur og kennarar sæki námskeið í samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða |
Náms- og starfsráðgjafi, deildastjórar |
Fræðsluerindi annað hvert ár. (Næsta erindi fer fram árið 2022) |
Samsetning kynja komi fram í ársskýrslu skólans. |
Deildastjórar |
Árlega í mars. |
|
Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. er lögð áhersla á að búa öll kyn undir jafna þátttöku í samfélaginu. |
Jafnréttisfræðsla verði samþætt inn í allar námsgreinar sbr. grunnþætti menntunar úr námskrá framhaldsskóla. |
Deildastjórar |
September ár hvert. |
Kennslu- og námsgögn skólans skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. |
Námsefni hvers áfanga yfirfarið m.t.t. jafnréttis. |
Kennarar, deildastjórar |
Í janúar og ágúst. |
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Markvisst unnið gegn kynbundnu náms- og starfsvali. |
Náms- og starfsfræðsla með áherslu á að vinna gegn neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla. |
Náms- og starfsráðgjafi. |
Í mars og október ár hvert í tengslum við valtíma nemenda. Á öllum kynningum um námsframboð skólans. |
Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf varðandi nám og störf óháð kyni. |
Náms- og starfsráðgjöf við nemendur taki mið af meðvitund um kynbundna félagsmótun í námvali. |
Náms- og starfsráðgjafi |
September ár hvert. |
Árlega er farið yfir niðurstöður allra verkefna sem koma fram í stefnu þessari og þær kynntar fyrir starfsfólki skólans. Hvað gekk vel og hvað má betur fara til að líkur séu á raunverulegum árangri til lengri tíma.
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að jafnréttisáætlunin skili tilætluðum árangri. |
Viðhorfskönnun meðal starfsfólks með tilliti til verkefna áætlunarinnar. |
Jafnréttisteymi |
Lokið í apríl annað hvert ár þegar árið endar á sléttri tölu. |
Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skólans skal endurskoða á þriggja ára fresti.
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að jafnréttisáætlunin sé í sífelldri þróun eins og önnur stefnumótun. |
Vinna tillögu að nýrri jafnréttisáætlun á grundvelli reynslu, verkefna og niðurstaðna kannana. |
Jafnréttisteymi, framkvæmdastjóri Keilis. |
Lokið tveim mánuðum áður en gildistími eldri áætlunar rennur út. |
Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Eftirlitinu er m.a. sinnt með reglulegri innköllun jafnréttisáætlana frá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri.
Jafnréttisáætlun Keilis tók gildi 1.janúar 2021 og gildir til 1.janúar 2024 Áætlunin verður endurskoðuð á þriggja ára fresti, næst vorið 2024.
Endurskoðun og uppfærslur áætlunarinnar eru í höndum þverfaglegs jafnréttisteymis Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs sem starfar í umboði framkvæmdastjórnar.
1.febrúar 2021
fh. framkvæmdastjórnar Keilis
Nanna Kristjana Traustadóttir
Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú
Keilir hefur umhverfismál á stefnuskrá sinni, með sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi. Þannig mætir Keilir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða. Í skólanum starfar umhverfisnefnd og lögð er áhersla á að skólinn setji sér skýr markmið í umhverfismálum. Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi Keilis til að draga úr álagi á umhverfið, auka gæði og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi. Stefnan tekur til allrar starfsemi Keilis þar með talið mötuneytis og ræstinga og á einnig við um innkaup, vinnuumhverfi, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs.
Markmið
Staðan í umhverfismálum Keilis
Helstu verkefni
Gæðastefna Keilis er sett undir forystu framkvæmdastjóra Keilis. Hann ber ábyrgð á því að gæðastefnan sé í samræmi við markmið og starf Keilis.Framkvæmdastjóri skal sjá til þess að gæðastefnunni sé viðhaldið.
Gæðastefna Keilis er birt á heimasíðu Keilis og er einnig aðgengileg á gæðavef Keilis.
Hlutverk Keilis er að veita nemendum sínum og viðskiptavinum sem besta þjónustu. Lögð er áhersla á að skapa sem heilbrigðast umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk þannig að allir geti sinnt hlutverki sínu innan fyrirtækisins – hvort heldur er í námi eða vinnu.
Sérstakt gæðaráð skal leitast við að starfsemin taki sem mest mið af markmiðum Keilis. Í því skyni stuðlar gæðaráð að innra eftirliti, ytri úttektum sem og tillögum til úrbóta eftir því sem kostur er. Skal stöðugt leitað eftir samstarfi nemenda og starfsfólks í þessu skyni. Unnið er á grundvelli laga um framhaldsskóla 92/2008 með síðari breytingum sem og samningi Keilis við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Gæðaráð er skipað einum aðila úr hverri deild ef þess er kostur og er valið af framkvæmdastjóra. Einnig er fulltrúi foreldra, kennara og nemenda kallaðir á gæðaráðsfundi þegar við á.
Samkvæmt gæðastefnu Keilis skal stöðugt leitast við að:
Gæðaráð Keilis heyrir undir framkvæmdastjórn Keilis og sinnir gæðamálum. Gæðaráð setur fram markmið um innri úttektir og sér til þess að þær séu framkvæmdar og niðurstöðum sé skilað til gæðaráðs, sem heldur til haga öllu sem við kemur gæðamálum hjá Keili. Um miðja hverja önn metur gæðaráð hvort markmiðum sé fylgt eftir og frávikum sé lokað.
Árlega framkvæmir skólinn innri úttektir með það að markmiði að sannreyna að unnið sé faglega, í samræmi við verklagsreglur og til að hafa yfirsýn yfir hinar ýmsu tölulegar upplýsingar svo hægt sé að bregðast við ef neikvæð þróun á sér stað. Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar í ársskýrslum.
Áætlun um innri úttektir fyrir árið 2020 til 2021
Haust 2020 | Vor 2021 | Úttektaraðili | |
Kennsla og kennsluhættir (matsfundir, kennslukannanir) | x | x | Menntasvið |
Tölulegar upplýsingar (skráningarbrottfall, aldur, kyn og búseta nemenda, nemendafjöldi, fjöldi útskrifaðra og brottfall eftir að nemendur byrja í námi) | x | x | Menntasvið/ forstöðumenn |
Starfsmannasamtöl og vinnustaðakönnun starfsfólks | x | Menntasvið/ forstöðumenn |
|
Líðan nemenda og þjónusta skólans | x | Menntasvið | |
Prófanir í tölvudeild | x | x | Tölvudeild |
Náms- og starfsgengi nemenda sem útskrifaðir eru | x | Forstöðumenn | |
Úttekt á stöðu eigna | x | Fjármálasvið | |
Ánægjukönnun foreldra ólögráða nemenda | x | MÁ |
Markmið með úttekt er að:
Viðhalda stefnu Keilis í nútímalegum kennsluaðferðum, með sérstaka áherslu á vendinám. Að tryggja að staðið sé að námsmati á sanngjarnan, fjölbreyttan og faglegan máta. Að nemendur séu sáttir við kennara sína og að staðið sé á allan hátt faglega að þeim námskeiðum/áföngum sem kenndir eru hverju sinni.
Framkvæmd:
Kennsla og kennsluhættir eru metnar á tvenna vegu, annars vegar með kennslukönnun sem send er út á nemendur og svarað rafrænt. Hins vegar með matsfundum sem haldnir eru með úrtaki úr hverri deild, þar sem aðrir starfsmenn enn kennarar innan Keilis fara einn hring með nemendum þar sem þeir segja hvað deildin er að gera vel og annan hring þar sem nemendur segja frá hvað hægt er að bæta, í kjölfarið eru almennar umræður.
Menntasvið sendir nemendum kennslukannanir í lok hvers áfanga þar sem sérstök áhersla er á upplifun nemenda varðandi eftirfarandi þætti:
Matsfundir eru óformlegt samtal í litlum hópi nemenda þar sem athugasemdir eru skráðar nafnlaust og tækifæri gefst til samtals meðal úrtakshópsins. Áhersla er lögð á frjálst flæði ábendinga en umræðan í kjölfarið styðst við mat á eftirfarandi þáttum:
Forstöðumaður/yfirkennari fer yfir niðurstöður kennslukönnunar með kennara og ef úrbóta er þörf eru sett markmið um úrbætur. Viðmiðið er að hver þáttur í markmiði fari ekki undir 3,5 að meðaltali. Farið er yfir niðurstöðu matsfunda með viðkomandi forstöðumanni og úrbótaáætlun útbúin ef þess er þörf og reynt að bregðast strax við eins og hægt er.
Tölulegar upplýsingar (skráningarbrottfall, aldur, kyn og búseta nemenda, nemendafjöldi, fjöldi útskrifaðra og brottfall nemenda eftir að þeir byrja í námi).
Markmið með úttekt er að:
Framkvæmd:
Menntasvið tekur út lista af umsóknarvef í Innu og tekur saman, rýnir í gögn miðað við fyrri ár og skilar af sér skýrslu um þær breytingar sem hafa átt sér stað.
Markmið með úttekt er að:
Framkvæmd:
Menntasvið sendir út könnun á alla nemendur skólans þar sem lagt er mat á:
Niðurstöður eru rýndar og m.a. skoðaðar breytingar á milli ára og skoðað út frá niðurstöðum kannana hvort auka þurfi þjónustu við nemendur. Viðbrögð og aðgerðir skráðar í úrbótaáætlun.
Markmið með úttekt er að:
Framkvæmd:
Fenginn er utanaðkomandi verktaki til þess að hringja í foreldra allra ólögráða nemenda sem stunda nám við MÁ á haustönn. Verktakinn framkvæmir verkefnið samkvæmt fyrirmælum frá stjórnendum. Foreldri / forráðamanni nemandans er gefið tækifæri til þess að koma með frjálsar athugasemdir auk þess sem lagðar eru fram spurningar þar sem lagt er mat á út frá upplifun foreldris:
Niðurstöður eru rýndar og m.a. skoðaðar breytingar á milli ára og skoðað út frá niðurstöðum kannana hvort auka þurfi þjónustu við nemendur. Viðbrögð og aðgerðir skráðar í úrbótaáætlun.
Markmið með úttekt er að:
Framkvæmd starfsmannasamtala:
Árlega boðar næsti yfirmaður til starfsmannasamtals við starfsfólk innan sinnar deildar þar sem m.a. er rætt:
Framkvæmd ánægjukönnunar starfsfólks:
Árlega sendir Menntasvið út ánægjukönnun á allt starfsfólk skólans þar sem m.a. er lagt mat á:
Helstu niðurstöður úr starfsmannasamtölum teknar saman af forstöðumanni og þau mál sem þarfnast úrlausnar sett í ferli og sex mánuðum síðar er skoðað hvort því ferli sé lokið.
Niðurstöður úr ánægjukönnun starfsfólks eru rýndar og m.a. skoðaðar breytingar á milli ára. Viðbrögð og aðgerðir skráðar í úrbótaáætlun.
Markmið með úttekt er að:
Framkvæmd:
Tölvudeild gerir úttekt þrisvar á ári þar sem þar til gerðir gátlistar eru fylltir út og sendir til Menntasviðs. Ef unnið er eftir þessu ferli á að vera öruggt að unnið sé eftir upplýsingaöryggisstefnu Keilis. Ef frávik verða er strax gripið til aðgerða.
Markmið með úttekt er að:
Framkvæmd:
Forstöðumenn senda könnun á þá nemendur sem útskrifuðust árinu áður. Ef fáir nemendur eru í bekk er hringt í nemendur. Rýnt er í niðurstöður og þær notaðar m.a. til að bæta námið, í skýrslugerð og í áframhaldandi vinnu við mótun á námsleiðinni.
Öryggisnefnd Keilis leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsfólk og nemendur og fylgir aðgerðaáætlunum vegna slysa og skyndilegra veikinda. Í öryggisnefnd sitja fjórir starfmenn sem framkvæma árlegar úttektir á öryggi skólans, þar af eru tveir öryggistrúnaðarmenn og tveir öryggisverðir.
Áætlun þessi er leiðarvísir fyrir starfsmenn Keilis þegar upp koma áföll eða aðrar viðlíka aðstæður sem þarf að bregðast við á skjótan og fumlausan hátt. Aðstæður og atvik sem leiða til þess að áfallaáætlun sé sett í gang geta t.d. verið:
Gildir einu hvort hér er um að ræða nemendur, starfsmenn eða aðstandendur.
Mjög mikilvægt er að tryggja frá upphafi að allar upplýsingar séu réttar og þeim komið rétt til skila til þeirra sem við á. Með því skal fyrirbyggt að rangar og villandi upplýsingar komist í umferð sem geta magnað upp viðbrögð fólks. Á hverjum tíma skal vera starfandi áfallateymi sem þekkir þessa áætlun og er tilbúið að vinna samkvæmt henni þegar þörf er á.
Í áfallateymi Keilis sitja:
Teymið kallar auk þess til deildarstjóra þeirrar deildar sem um er að ræða, svo og sérfræðinga s.s. sálfræðing, prest eða aðra eftir aðstæðum.
Aðili sem fær upplýsingar um alvarleg veikindi, slys, eða dauðsfall skal koma þeim til einhvers meðlima áfallateymis sem kallar teymið strax saman.
Hverjir standa næst viðkomandi sem þarf að sinna sérstaklega?
Hvernig verður samskiptum við aðstandendur háttað?
Hvernig verður upplýsingagjöf innan starfsmannahópsins háttað?
Hvernig verður upplýsingagjöf til nemenda háttað?
Hvernig verður upplýsingagjöf háttað á opinberum vettvangi?
Þarf að kalla til prest, sálfræðing eða aðra sérfræðinga?
Keilir vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna. Með þetta að markmiði er starfandi forvarnarteymi í skólanum sem er boðberi forvarna innan skólans og heldur utan um fræðslu í forvörnum.
Forvarnarstefnu Menntaskólans á Ásbrú má finna hér
Hér má líta viðbragðsáætlun Keilis og Menntaskólans á Ásbrú vegna COVID-19 smits eða gruns um smit starfsfólks. Skýringarmynd [JPG].
Uppfært 24. ágúst 2020
Ef veikindi starfsmanns kemur upp
Einstaklingur fer í sóttkví ef hann:
Nánari upplýsingar
Hér má líta viðbragðsáætlun Keilis og Menntaskólans á Ásbrú vegna COVID-19 smits eða gruns um smit nemenda. Skýringarmynd [JPG].
Uppfært 24. ágúst 2020
Ef veikindi nemenda kemur upp
Einstaklingur fer í sóttkví ef hann
Nánari upplýsingar
Í skólanum eru nokkrir útgangar: Aðalinngangur á suðurhlið, starfsmannainngangur á suðurhlið, útgangur í enda B-gangs á norðurhlið, tveir útgangar úr sal fyrir enda A-gangs (annar í norðurátt og hinn í austurátt), tveir útgangar úr matsal (við hlið sviðsins í suðurátt og í gegnum eldhús í austurátt), útgangur við hlið matsals í austurátt, útgangur úr heimastofu MÁ (Alfa) í norðurátt, útgangur til norðurs úr setustofu í miðrými Keilis og útgangur til norðurs við sjálfsala við aðalinngang. Einnig er hægt að nota glugga í öllum kennslustofum sem neyðarútgang. Einnig er hægt að nota glugga í öllum kennslustofum sem neyðarútgang.
Leiðbeiningar um flóttaleiðir hanga uppi í öllum rýmum skólans. Ef nauðsynlegt er að yfirgefa skólann vegna hættuástands hafið þá eftirfarandií huga:
112 stillingar fyrir iPhone
Hér má finna myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að setja Neyðarlínuna sem tengilið á iPhone símum og stillingarnar séu þannig að viðkomandi fái alltaf SMS frá því númeri hvort sem síminn sé stilltur á hljóðstillingu eða flugstillingu.
Varist:
Keilir lítur svo á að ástundun heilbrigðs lífsstíls og lífshátta sé sjálfsagður og eðlilegur þáttur í starfseminni. Í kjarna námsbrauta skólanna eru áfangar þar sem nemendur vinna ítarlega með málefni sem tengjast heilbrigði og velferð á fjölbreyttan máta. Í matsölu skólans er í boðið upp á að kaupa heilnæmt fæði sem samræmist opinberum ráðleggingum Embætti landlæknis.
Eins og er býður Keilir ekki upp á þjónustu hjúkrunarfræðings, en námsráðgjafar skólans þekkja vel til heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og komi upp einhver vandamál er tengjast heilsu, svo sem átröskun, megrun, offitu, vímuefni, einelti, sjálfsvígshugsanir eða annað, er hægt að leita til námsráðgjafa sem koma nemendum í samband við viðeigandi fagaðila.
Upplýsingar um umsóknir og umsóknarferli á hverjum tíma fyrir sig má nálgast á heimasíðu Keilis undir umsóknir. Þar er jafnframt hægt að sjá hvaða námsbrautir eru í boði þá stundina. Inntökuskilyrði er misjafnt eftir námi og upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að sjá á heimasíðu Keilis undir upplýsingum um hvert námi fyrir sig.
Nemendur sækja um nám á heimasíðu Keilis. Allir umsækjendur sem uppfylla skilyrði eru teknir í viðtal þar sem farið er yfir það hvort þeir eigi erindi í námið og allir helstu þættir er við koma náminu og skólanum eru ræddir.
Nánari upplýsingar um umsóknir og inntökuferli hvers undirskóla má finna hér að neðan:
Upplýsingar um skólagjöld og verðskrá viðkomandi deilda má finna hér að neðan.
Skólinn skráir námsferla nemenda, námsárangur, viðveru og fleiri upplýsingar sem varða skólagöngu þeirra með rafrænum hætti í gagnagrunn (Innu) sem þjónustufulltrúar, kennarar, námsráðgjafar og skólastjórnendur hafa aðgang að.
Starfsfólk skólans sem hefur aðgang að gögnum um nemendur er bundið trúnaði og er þeim óheimilt að veita persónuupplýsingar um nemanda án samþykkis þess sem í hluta á eða forráðamanna ef um er að ræða nemanda yngri en 18 ára.
Keilir hefur sett sér persónuverndarstefnu sem unnið er eftir við skráningu og afhendingu allra gagna.
Allir nemendur skólans fá lykilorð að Innu sem veitir honum aðgang að öllum rafrænum upplýsingum sem skráðar eru um hann sjálfan. Sé nemandi yngri en 18 ára geta forráðamenn hans einnig fengið lykilorð sem veitir aðgang að sömu upplýsingum. Forráðamenn geta einnig fengið upplýsingar um námsframvindu nemandans með því að hafa samband við skólastjórnendur þangað til nemandinn verður 18 ára. Eftir það er einungis heimilt að veita honum sjálfum, eða þeim sem nemandinn veitir skriflegt umboð, upplýsingar um mál er varða hann persónulega.
Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008, 50. grein, segir að í framhaldsskólum skuli starfa foreldraráð. Er það í samræmi við að sjálfræðisaldur ungmenna er 18 ár og þangað til bera forráðamenn ábyrgð á börnum sínum.
Foreldraráð er virkt hjá MÁ, en það er eina deildin innan Keilis sem er með nemendur undir lögaldri. Fjórir forráðamenn nemenda við skólann sitja í ráðinu ásamt tveimur varamönnum, og einum tengilið við stjórnendur skólans. Meginverkefni foreldraráðs eru að styðja við skólastarf, efla tengsl forráðamanna ólögráða nemenda við skólann og huga að hagsmunamálum nemenda.
Í foreldraráði skólaveturinn 2020-2021 sitja: Unnur Henrysdóttir, Silvía Jónsdóttir, Inga Birna Antonsdóttir, Helga Guðrún Ásgeirsdóttir. Tengiliður foreldraráðs við stjórnendur skólans er áfangastjóri MÁ Skúli Freyr Brynjólfsson.
Upplýsingar um ýmiskonar þjónustu á vegum Keilis, svo sem skrifstofu, afgreiðslu, nemendaskírteini, tölvuþjónustu, húsnæðissvið, sem og náms- og starsfráðgjöf má nálgast hér.
Keilir eru í góðu samstarfi við aðra skóla, vinnumarkaðinn og nærsamfélagið.
Íþróttaakademían
Háskólabrú
Fjarnemar á Háskólabrú hafa nýtt aðstöðu fræðslumiðstöðvanna víðs vegar um landið til að taka próf. Starfsfólk Háskólabrúar heimsækir reglulega aðila fræðslumiðstöðva og tekur sömuleiðis á móti þeirra starfsfólki. Einnig hafa nemendur Menntastoða símenntunarstöðvanna komið reglulega á kynningar hjá Háskólabrú.
Menntaskólinn á Ásbrú
MÁ er í nánu samstarfi við atvinnulífið og háskólaumhverfið í tengslum við uppbyggingu námsins, þróun áfanga og vegna nemendaverkefna í bransanum. Bæði formlegir samstarfssamningar svo og óformlegir hafa verið myndaðir milli Menntaskólans og atvinnulífsins. Nemendur vinna strax á fyrsta ári verkefni í beinu samstarfi við sérfræðinga í atvinnulífinu og öðlast ómetanlega innsýn í hugverkaiðnað á Íslandi. Meðal samstarfsaðila MÁ eru: IGI, Solid Clouds, Myrkur Games, CCP, Isavia og þó nokkrir einyrkjar. Samtal við fleiri samstarfsaðila er í farvegi.
Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er kveðið á um að í hverjum framhaldsskóla skuli starfa nemendafélag sem vinnur meðal annars að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Það setur sér lög um starfssvið og starfshætti og starfar á ábyrgð skóla sem sér því fyrir starfsaðstöðu. Skólum er heimilt að styrkja félögin fjárhagslega og skal bókhald þeirra háð sömu reglum og bókhald skólanna. Nemendur kjósa fulltrúa í skólaráð og tilnefna fulltrúa á skólafund og áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Virkt nemendaráð er í MÁ, en í öðrum styttri námsleiðum Keilis er ekki virkt nemendaráð að störfum.
Í lögum um framhaldsskóla nr. 80 frá 1996 gr. 3 er kveðið á um að árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum skuli eigi vera skemmri en níu mánuðir. Í reglugerð um starfstíma nemenda í framhaldsskólum frá janúar 2001 kemur fram að kennslu- og prófadagar séu eigi færri en 175, þar af eigi færri en 145 kennsludagar. Starfstíminn skiptist í tvær sem næst jafnlangar annir, haustönn og vorönn.
Skólameistari ákveður að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund upphaf og lok skólastarfs ár hvert á bilinu 22. ágúst til 31. maí. Hann leggur fram skóladagatal næsta skólaárs í lok hvers skólaárs. Skóladagatalið er birt á heimasíðu skólans www.keilir.net
Leyfisdagar nemenda eru: Jólaleyfi frá og með 21. desember til og með 3. janúar, páskaleyfi frá pálmasunnudegi til og með þriðjudegi eftir páska. Aðrir leyfisdagar eru eingöngu þeir sem lögboðnir eru.
Stúdentsbraut
Almenn skilyrði til innritunar á stúdentsbrautir eru að nemandi hafi náð einkunninni A, B+ eða B í íslensku, ensku og stærðfræði við lok grunnskóla. Hafi nemandi fengið einkunn undir því viðmiði (C+) getur hann innritast á stúdentsbraut en tekur áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi greinum. Reikna má með að námstími til lokaprófs verði þá lengri en þrjú ár.
ÍAK einkaþjálfun
Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla.
Að auki þurfa nemendur sem sækja um ÍAK einkaþjálfaranám að hafa lokið kjarna og heilbrigðisgreinum áður en nám hefst í sérgreinum einkaþjálfunar. Hægt er að taka einstaka forkröfuáfanga í fjarnámi á Hlaðborði Keilis.
Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri áður en nám í sérgreinum hefst. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi haldgóða reynslu af íþróttum og líkamsrækt og séu í nægilega góðu líkamlegu formi til að vera virkir í verklegri kennslu námsins.
Fótaaðgerðafræði
Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla.
Að auki þurfa nemendur sem sækja um nám í Fótaaðgerðaskóla Keilis að hafa lokið að mestu námi í almennum kjarna og almennum heilbrigðisgreinum áður en nám hefst í sérgreinum fótaaðgerðafræði.
Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri áður en nám í sérgreinum hefst í Fótaaðgerðaskóla Keilis.
Yfirlit yfir starfsfólk Keilis má finna hér: www.keilir.net/is/starfsfolk
Við skólann skal starfa skólaráð, hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12. júní 2008:
7. gr. Skólaráð.
Skólaráð skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda. Heimilt er að setja í reglugerð nánari ákvæði um skipan skólaráðs, verksvið þess og starfshætti.
Í reglugerð um skólaráð við framhaldsskóla, 140/1997, um skipan og hlutverk skólaráðs segir:
1. gr.
Skólaráð starfa við framhaldsskóla. Kosið skal til skólaráðs við upphaf hvers skólaárs. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar kennara, kjörnir á fyrsta almenna kennarafundi skólaársins. Nemendaráð kýs tvo fulltrúa í skólaráð. Aðstoðarskólameistari og áfangastjóri sitja í skólaráði. Starfi öldungadeild við framhaldsskóla skulu fulltrúar nemenda við þær sitja fundi skólaráðs þegar málefni þeirra eru á dagskrá. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.
Beri engir starfsmenn framhaldsskóla starfsheitið aðstoðarskólameistari eða áfangastjóri taka þeir sem gegna sambærilegum störfum sæti í skólaráði.
2. gr.
Skólaráð er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans, fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar, fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað, fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.