Stafrænt opið hús

Menntaskólinn á Ásbrú býður gestum í stafrænt opið hús í skólanum, miðvikudaginn 13. maí kl. 17-18.

Á opnu húsi geta þeir sem hafa áhuga á náminu kynnt sér inntökuskilyrði, starfs- og námsmöguleika að námi loknu, tölvuleikjagerð, kennsluháttum og námsfyrirkomulagi, tæknilegum atriðum og margt fleira. Þá gefst einnig tækifæri á að hitta nemendur sem hófu nám við skólann síðastliðið haust, heyra þeirra reynslu og kynnast nemendaverkefnum sem þau hafa unnið að á námstímanum.

Flakkaðu á milli stofa hér að neðan og kynntu þér allt það sem Menntaskólinn á Ásbrú hefur upp á að bjóða.

 • Menntaskólinn á Ásbrú

  Menntaskólinn á Ásbrú er eini framhaldsskólinn á landinu þar sem hægt er að sérhæfa sig í tölvuleikjagerð. Námsbrautin í tölvuleikjagerðinni er stúdentsbraut sem býður upp á breiðan grunn til framhaldsnáms á háskólastigi með færni til framtíðar að leiðarljósi. Fyrstu nemendur hófu nám sitt síðastliðið haust og hafa sýnt það og sannað í vetur hversu magnaðar framfarir geta orðið í færni á stuttum tíma.

  Í MÁ eru tækifæri til þess að tengja saman skapandi störf við tæknigreinar, öðlast eina öflugust sérhæfingu í bóklegu námi sem um getur á þessu námsstigi, fá að vinna með fyrirtækjum í bransanum og fá feedback á störf sín frá sérfræðingum. Ekki klikka á því að kanna þetta einstaka námstækifæri nánar!

  Sjáumst á opnu húsi MÁ.

  Upplýsingabæklingur um Menntaskólann á Ásbrú - Tölvuleikjagerð [PDF]

 • Stofa 1 | Skólameistarinn

  Nanna er skólameistari Menntaskólans á Ásbrú, en hún vann jafnframt að uppsetningu, þróun og innleiðingu námsins. Ef þú ert með almennar spurningar um námið og skólann, uppbyggingu námsins, grunninn fyrir háskólanám og samstarfsverkefni við atvinnulífið, þá getur þú spjallað við hana hér.

  Spjallaðu við Nönnu [hlekkurinn opnast í Teams]

 • Stofa 2 | Kennararnir í tölvuleikjagerð

  Viltu vita meira um tölvuleikjagerð og þá áfanga sem þú munt taka í náminu sem tengjast tölvuleikjum?

  Darri og Ingibjörg kenna tölvuleikjagerðaráfanga MÁ og þú getur spjallað við þau hérna. Ingibjörg getur meðal annars sagt þér frá margmiðlun, tölvuleikjahönnun og hvers konar tölvubúnað nemendur þurfa að hafa. Darri getur sagt þér frá forritun, tölvuleikjagerð, sýndarveruleika og hvaða forrit við erum að kenna á.

  Spjallaðu við Darra og Ingibjörgu [hlekkurinn opnast í Teams]

 • Stofa 3 | Íslenskukennarinn

  Ekki láta nafnið blekkja þig. Kristín Stella L'orange kennir íslensku í Menntaskólanum á Ásbrú. Hún getur sagt þér frá fyrirkomulagi bóklegra áfanga og hvernig íslenskukennsla fer fram í vendinámi.

  Spjallaðu við Kristínu Stellu [hlekkurinn opnast í Teams]

 • Stofa 4 | Nemendurnir

  Hittu nemendur og heyrðu hvað þau segja um námið. Þau geta sagt þér frá sinni upplifun af náminu, félagslífi og nemendafélaginu, nemendaverkefnum eða bara framtíðardraumum og afhverju þau völdu tölvuleikjagerð sem áhugasvið í framhaldsskólanáminu sínu.

   

   

 • Stofa 5 | Tæknimaðurinn

  Ertu með tæknilegar spurningar? Gísli Magnús - eða prinsessan eins og þessi tveggja metra og á annað hundrað kílóa maður kallar sig - svarar upplýsingum um nauðsynlegan tölvubúnað. Hann kennir líka hljóðvinnslu og er alger tölvuleikjanörd. Hann kennir meðal annars okkur hinum nauðsynlega lingóið í tölvuleikjaheiminum.

  Spjallaðu við Gísla [hlekkurinn opnast í Teams]

 • Stofa 6 | Námsráðgjafinn

  Spjallaðu við námsráðgjafa og fáðu upplýsingar um tækifæri að loknu námi, inntökuskilyrði og námsmat.

  Spjallaðu við Skúla Frey [hlekkurinn opnast í Teams]

   

 • Stofa 7 | Tölvuleikjafyrirtækið - Myrkur Games

  Myrkur Games er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki, stofnað árið 2016. Fyrirtækið vinnur að gerð leiksins The Darken sem er sögu­drif­inn æv­in­týra­leik­ur. Í dag vinna á annan tug starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins, en auk þeirra koma fjölmargir aðrir að starfseminni með hinum og þessum hætti. „Við erum til dæmis með leikara, rithöfund, bardagahreyfingahöfund, bardagameistara, þrjá starfsnema og tónlistar- og hljóðmann, en við komum úr öllum áttum, líklega þó flest úr HR og Margmiðlunarskólanum.“

  Daði er handritshöfundur og leikstjóri The Darken, en hans vinna felur í sér framsetningu á sögu leiksins, m.a. með skrifum og leikstjórn á senum. Viktor Ingi sér um hljóðvinnslu og semur tónlistina í The Darken.

  Spjallaðu við Viktor og Daða [hlekkurinn opnast í Teams]

 • Skólastofan

 • Leikjaherbergið

  Á þessu myndbandi má sjá myndbönd af leikjum sem nemendur bjuggu til sem hluti af verkefnum sínum á síðasta haustmisseri. Þú getur þú svo prófað leikina sem nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð bjuggu til nú á vorönn.