Stafrænt opið hús

Stafrænt Opið hús á vef Menntaskólans á Ásbrú á UTMessunni 2021

Þar sem ekki er fært að hittast í raunheimum til ræða tækni, tölvuleiki og framtíðina bjóðum við gestum á opið hús á vefnum okkar þessa UTmessuna, ættum kannski heldur að kalla það opinn vef - en eðli internetsins vegna væri það heldur klént. 

Hér að neðan er hægt að kynna sér skólann okkar betur, lesa upplýsingabækling, ferðast um ganga skólans í gegnum Google Maps og prófa leiki nemenda í stafræna leikjaherberginu okkar. Þessi tækni krakkar! Alveg ótrúleg!

Laugardaginn 6. febrúar verðum við svo með opið spjallherbergi þar sem gestir geta komið og spjallað við starfsfólk, kennara og nemendur, spurt þau spjörunum úr eða átt létt spjall um skólann, námið, lífið, veginn og tölvuleiki. 

Verið velkomin, skemmtið ykkur fallega og endilega sendið á okkur línu ef einhverjar spurningar vakna. 

 • Spjallherbergi MÁ

  Opið spjallherbergi á milli kl. 13:00 og 14:30 þar sem gestir og gangandi geta litið inn á Microsoft Teams og rætt við Ingibjörgu, kennara í tölvuleikjagerð, Berglind Sunnu verkefnastýru markaðs- og kynningarmála við Keili ásamt Stefáni Inga og Ágústi Mána annars árs nemum á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú.

  Fundurinn er opinn og er hægt að rölta inn hvenær sem er og spjalla við okkur. Kíktu í kaffi, þú þarft reyndar að taka það með þér.

  Spjallherbergi MÁ

 • Menntaskólinn á Ásbrú

  Menntaskólinn á Ásbrú er eini framhaldsskólinn á landinu þar sem hægt er að sérhæfa sig í tölvuleikjagerð. Námsbrautin í tölvuleikjagerðinni er stúdentsbraut sem býður upp á breiðan grunn til framhaldsnáms á háskólastigi með færni til framtíðar að leiðarljósi. Fyrstu nemendur hófu nám sitt síðastliðið haust og hafa sýnt það og sannað í vetur hversu magnaðar framfarir geta orðið í færni á stuttum tíma.

  Í MÁ eru tækifæri til þess að tengja saman skapandi störf við tæknigreinar, öðlast eina öflugust sérhæfingu í bóklegu námi sem um getur á þessu námsstigi, fá að vinna með fyrirtækjum í bransanum og fá feedback á störf sín frá sérfræðingum. Ekki klikka á því að kanna þetta einstaka námstækifæri nánar!

  Upplýsingabæklingur um Menntaskólann á Ásbrú - Tölvuleikjagerð [PDF]

 • Skólastofan

 • Leikjaherbergið

  Nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð búa að jafnaði til einn tölvuleik á önn í áfanganum Tölvuleikjagerð. Þar fá þeir grunn hjá kennurum sem þeir svo byggja ofan á en til þess notast þeir við forritið Unity. Hönnun, saga og framvinda leiks er með öllu í höndum nemenda.

  Þú getur prófað afrakstur þessarar vinnu nemanda í leikjaherberginu okkar.

  Heimsækja leikjaherbergið