Fara í efni

Menntaskólinn á Ásbrú á UTmessunni 2020

Menntaskólinn á Ásbrú verður með kynningarbás á sýningardegi UTmessuar næstkomandi laugardag, 8. febrúar. Munum við sýna þar listir okkar ásamt því að kynna stúdentsnám í tölvuleikjagerð.

Er þetta í tíunda sinn sem UTmessan er haldin og fer hún fram í Hörpu. Öll helstu fyrirtæki í tölvu- og tæknigeiranum á Íslandi taka þátt í viðburðinum, sem er einn sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. Tilgangur messunar er bæði að ná saman fagfólki í geiranum og á sama tíam sýna almenningi hversu umfangsmikil tölvutæknin er hér á landi sem og mikilvægi hennar í daglegu lífi. 

Sýningarsvæðið er opið allan daginn, kl. 10 - 17 og er dagskrá dagsins að finna hér