Fara í efni

MBL: Stúd­ents­próf í tölvu­leikja­gerð

Mennta­málaráðuneytið hef­ur heim­ilað Keili – miðstöð vís­inda, fræða og at­vinnu­lífs að fara af stað með nýja náms­leið til stúd­ents­prófs. Er það í fyrsta sinn frá stofn­un Keil­is árið 2007 sem það er gert.

Námið er 200 fram­halds­skóla­ein­inga náms­leið með áherslu á tölvu­leikja­gerð. Um er að ræða til­rauna­verk­efni og geta 40 nem­end­ur hafið nám í haust. Keil­ir tek­ur þátt í Era­smus +-verk­efni um sama efni og er í sam­starfi við er­lenda skóla sem hafa reynslu af slíkri kennslu að sögn Hjálm­ars Árna­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Keil­is.

„Nýj­ar aðferðir náms til stúd­ents­prófs með áherslu á tölvu­leikja­gerð eru svar við kalli ungs fólks um að mennta sig á eig­in for­send­um en ekki kerf­is­ins þar sem hinn fróði standi á kassa og messi yfir nem­end­um. Hvatn­ing nem­enda á að koma inn­an frá en ekki utan frá,“ seg­ir Hjálm­ar í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðin í dag. Hann von­ast til þess að námið komi til móts við þá nem­end­ur sem finna sig ekki í hefðbundna skóla­kerf­inu en slíkt eigi sér­stak­lega við um drengi í fram­halds­námi.