Fara í efni

Kynning á námi í tölvuleikjagerð á UTmessunni

Keilir kynnir nýtt nám í tölvuleikjagerð á vegum Menntaskólans á Ásbrú á UTmessunni í Hörpu laugardaginn 9. febrúar kl. 10-17.

Námið leggur áherslu á færni til framtíðar, nútíma vinnubrögð og samstarf við atvinnulífið. Gestir fá að kynnast því hvaða greinar eru undirstaða tölvuleikjagerðar, hvernig skapandi hugsun og samvinna eru lykilatriði til árangurs – og hvernig MÁ ætlar að umbylta vinnuaðstöðu með þægindi nemenda í fyrirrúmi.

Ef þig langar til þess að fást við það sem þér þykir skemmtilegt á menntaskólaárunum, þá skaltu koma og hitta okkur á UT messunni?. Við erum á 2. hæð fyrir framan Silfurberg.