Fara í efni

Grímuskylda í Menntaskólanum á Ásbrú

Í kjölfar tilmæla Almannavarna og samráðs við mennta- og menningarmálaráðuneyti mun grímuskylda vera í gildi í Menntaskólanum á Ásbrú frá mánudeginum 21. september þar til annað verður auglýst.

Nemendur geta fengið grímur afhentar við aðalinngang og við kennslustofur, eða mætt með sínar eigin grímur kjósi þeir það.

Áður kynntar sóttvarnarreglur Almannavarna gilda einnig ennþá. Mikilvægt er að bera grímu allan tímann sem dvalið er í skólanum og passa jafnframt að halda eins metra fjarlægð.

Leiðbeiningar um rétta grímunotkun og persónulegar sóttvarnir má finna hér.