Fara í efni

Víkurfréttir: Nemendur í Keili hanna tölvuleiki fyrir barnahorn flugstöðvarinnar

Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ásbrú
Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ásbrú

Menntaskólinn á Ásbrú og Isavia komust nýverið að samkomulagi um samstarfsverkefni þar sem nemendur skólans munu hanna og gera tölvuleiki fyrir barnahorn á Keflavíkurflugvelli. Verkefnið mun fara af stað nú á vorönn og því von á að leikirnir verði aðgengilegir farþegum í sumar.

Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ásbrú segir um verkefnið: „Afeinangrun kennslustofunnar er mikilvægur liður í námi við Menntaskólann. Við viljum setja upp áhugavekjandi, raunhæf verkefni eins mikið og hægt er á öllum námsferlinum. Nemendur eru að sérhæfa sig í tölvuleikjagerð og fá hjá okkur einstakt tækifæri til þess að vinna verkefni með fyrirtækjum. Það eru líka einhverjir töfrar sem eiga sér stað þegar nemandi fær tækifæri til þess að fá endurgjöf á vinnuna sína frá sérfræðingum í atvinnulífinu, það er allt of sjaldgæft, jafnvel á háskólastigi.“

Lesa frétt