Fara í efni

Samtök iðnaðarins: Ráðherra setur fyrsta skólaárið í tölvuleikjagerð á Ásbrú

Edda Björk Ragnarsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði SI, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og mennin…
Edda Björk Ragnarsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði SI, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Haukur Steinn Logason, í stjórn Samtaka leikjaframleiðenda, og Vignir Guðmundsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda.

Skólasetning Menntaskólans á Ásbrú, sem býður einn íslenskra framhaldsskóla upp á nám til stúdentsprófs með áherslu á  tölvuleikjagerð, fór fram í dag. Alls sóttu um eitt hundrað nemendur um skólavist á haustönn 2019 en af þeim hefja 45 nemendur nám við skólann núna í ágúst. 

Það var mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sem setti formlega fyrsta skólaárið í dag en fulltrúar  Samtaka leikjaframleiðenda og viðskiptastjóri á hugverkasviði Samtaka iðnaðarins voru viðstödd. Nám í tölvuleikjagerð hefur verið eitt helsta baráttumál Samtaka leikjaframleiðenda og verið í burðarliðnum í nokkur ár. Samtökin munu veita faglega ráðgjöf við framkvæmd námsins.

Lesa fréttina