Fara í efni

MBL: Mik­il aðsókn í tölvu­leikj­a­nám

Alls bár­ust 92 um­sókn­ir í nýja náms­leið til stúd­ents­prófs með áherslu á tölvu­leikja­gerð hjá Keili. „Það má segja að aðsókn­in sé fram­ar vænt­ing­um þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem þetta nám er í boði,“ seg­ir Sigríður Mo­gensen, sviðsstjóri hug­verka­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, í sam­tali við mbl.is.

Sviðsstjór­inn seg­ir jafn­framt meðal­veltu leikjaiðnaðar­ins síðustu tíu ár hafa verið um átta millj­arðar króna og að stærsti hluti þeirr­ar veltu hafa verið sölu­tekj­ur er­lend­is frá. „Það má segja að þetta séu út­flutn­ings­tekj­ur og það má benda á að þetta sé sá afþrey­ing­ariðnaður á heimsvísu sem er að vaxa hraðast.“ 

„Það sem stend­ur leikjaiðnaði og hug­verkaiðnaði fyr­ir þrif­um er skort­ur á sér­fræðing­um,“ seg­ir hún og bæt­ir við að námið sé mik­il­væg­ur liður í að auka alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni Íslands og ekki síst grunn­ur í að auka út­flutn­ings­tekj­ur lands­ins til framtíðar. „Það er gríðarlega já­kvætt hversu mik­inn áhuga ungt fólk virðist hafa á þessu námi.“

Á Íslandi starfa um þrjú hundruð ein­stak­ling­ar við tölvu­leikja­gerð og eru fyr­ir­tæk­in nú 19, en aðeins þrjú tölvu­leikja­fyr­ir­tæki voru á land­inu fyr­ir tíu árum, að sögn Sig­ríðar.

Árið 2018 jókst velta tölvu­leikjaiðnaðar­ins á heimsvísu um 18% miðað við 2017 og var 43,8 millj­arðar banda­ríkja­dal­ir, jafn­v­irði 5,5 þúsund millj­arðar ís­lenskra króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Entertain­ment Software Associati­on. Til sam­an­b­urðar var velta kvik­myndaiðnaðar­ins 41,7 millj­arðar banda­ríkja­dal­ir, jafn­v­irði 5,2 þúsund millj­arðar ís­lenskra króna.

„Þetta hef­ur verið eitt helsta bar­áttu­mál Sam­taka leikja­fram­leiðenda á síðustu árum og hef­ur verið í burðarliðunum í nokk­ur ár. Í byrj­un árs var gert sam­komu­lag við mennta­málaráðherra um þessa nýju leikja­braut – stúd­ents­próf í leikja­gerð – og í kjöl­farið hófst und­ir­bún­ing­ur að nám­inu,“ út­skýr­ir hún.

Lesa fréttina