Kjarninn: Tölvuleikjahönnun næsti vaxtargeiri á Íslandi

Á síð­ustu árum hefur mikið verið talað um nauð­syn þess að á Íslandi bygg­ist upp fleiri stoðir undir hag­kerfið og ljóst að mennta­kerfið gegnir þar lyk­il­hlut­verki. Tölvu­leikja­hönnun er mörgum ofar­lega í huga enda mik­ill vöxtur í tölvu­leikja­gerð hér á landi og um allan heim. 

Fyrir skömmu fór fram áhuga­verð ráð­stefna um tölvu­leikja­iðn­að­inn sem haldin var á vegum Félags við­skipta- og hag­fræð­inga. Vignir Örn Guð­munds­son frá tölvu­leikja­fram­leið­and­anum CCP fór þar yfir helstu atriðin úr skýrslu um stöðu og fram­tíð­ar­horfur íslensks tölvu­leikja­iðn­að­ar. Í máli hans kom fram að 95% af tekjum iðn­að­ar­ins eru gjald­eyr­is­tekjur og um 380 manns starfa nú í fullu starfi hér á landi í tölvu­leikja­gerð, þar af um 86 kon­ur. Mjög fjöl­breyttur hópur starfar í iðn­að­inum allt frá for­rit­urum yfir í hönn­uði og lög­fræð­inga. Það end­ur­speglar ekki síst marg­breyti­leika þeirra starfa sem sinna þarf við hönnun og gerð tölvu­leikja auk upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja í kringum þá. 

Fjárfesting til framtíðar

Góður stuðn­ingur frá tækni­þró­un­ar­sjóði er grein­inni mik­il­vægur enda mörg þeirra félaga sem hafa náð að festa sig í sessi sprota­fyr­ir­tæki sem vaxa upp með stuðn­ingi sem slík­um. Mikil fjár­fest­ing hefur átt sér stað á und­an­förnum árum í tölvu­leikja­gerð og sýna sviðs­myndir veru­lega aukn­ingu starfs­fólks ef fram heldur sem horf­ir. 

Þörf fyrir inn­lenda og erlenda sér­fræð­inga er því stað­reynd enda óx iðn­að­ur­inn þrátt fyrir krepp­una 2008 og gerir áfram ráð fyrir vexti þrátt fyrir núver­andi COVID nið­ur­sveiflu. Tölvu­leikja­gerð stendur því vel af sér efna­hagslægðir sem ætti að auka traust á fram­tíð henn­ar  hér á land­i. 

Á ráð­stefn­unni fóru fram pall­borðsum­ræður þar sem Þor­steinn Gunn­ars­son frá Main­frame Industries, Sig­ur­lína Ingv­ars­dóttir frá Bon­fire Studios og Þor­steinn Frið­riks­son frá Teatime Games ræddu stöð­una, tæki­færin og skýrsl­una. Í máli þeirra kom m.a. fram að tölvu­leikja­iðn­að­ur­inn sé lest sem sé á fullri ferð inn í fram­tíð­ina. Huga þurfi því að sam­keppn­isum­hverf­inu hér á landi þar sem tæki­færin eru mik­il. Mik­il­vægt sé að horfa raun­hæft á vöxt­inn framundan og áfram verði virkur stuðn­ingur við grein­ina sér í lagi í ljósi aðstæðna og vegur menntun þar þung­t. 

Menntakerfið mæti þörfum atvinnulífsins

Mennta­skóli Keilis á Ásbrú var sér­stak­lega nefndur sem mik­il­vægur hlekkur í þeirri veg­ferð, en sam­starfið við iðn­að­inn hefur einmitt eflt starf skól­ans og veitt nem­endum góða inn­sýn inn í fram­tíð­ar­mögu­leika í grein­inni og almennt í hug­verka­iðn­að­i. 

Nem­endur upp­lifa það hvernig færnin sem þeir vinna að í stúd­ents­námi sínu nýt­ist þeim í atvinnu­líf­inu og eflir sjálfs­traust þess unga fólks sem er að leggja lín­urnar að eigin fram­tíð. Mennta­kerfið verður að mæta þörfum atvinnu­lífs­ins enda er tölvu­leikja­gerð alvöru iðn­aður sem kallar á alvöru nám og þekk­ingu á mjög víðum grunni.

Fyrsti árgangur nem­enda í stúd­ents­námi með sér­hæf­ingu í tölvu­leikja­gerð hóf nám við Keili á haustönn 2019 og leggja nú á sjö­unda tug nem­enda stund á  tölvu­leikja­gerð við Mennta­skól­ann á Ásbrú. Við hjá Keili höfum lagt mikið upp úr sam­starfi við atvinnu­lífið og leit­ast við að mæta áherslum og þörfum í síbreyti­legu sam­fé­lagi 21. ald­ar­inn­ar. Fram­sýni og sterkt inn­sæi hvað varðar nútíma­legar leiðir og náms­fram­boð sem mætir fram­tíð­ar­þörf­um, verður því ávallt að vera leið­ar­stef í starfi Keilis sem mið­stöðvar vís­inda fræða og atvinnu­lífs. 

 Lesa greinina


Tengdar fréttir