Fara í efni

Stöðupróf í tungumálum, allt að 20 einingar metnar

Stöðupróf verða haldin í arabísku, hollensku, lettnesku, pólsku, rússnesku, víetnömsku og þýsku í Menntaskólanum við Sund fimmtudaginn 25. janúar kl. 10:00. Próftökugjald er 15.000 kr. og er óendurkræft. Nemendur geta fengið allt að 20 einingar metnar í tungumálinu.
Lesa meira

MÁ keppir í Gettu betur

Lið MÁ í Gettu betur keppir við Framhaldsskólann á Laugum í fyrstu umferð.
Lesa meira

Samtímalist um víðan völl

Nemendur Menntaskólans á Ásbrú hafa kost á að velja áfanga í samtímalist. Samtímalist nær yfir list samtímans þar sem listamaðurinn fær frelsi til að beita ólíkum stíl og tæknibrögðum. Kristín Stella Lorange kennir áfangann og fylgir nemendum í ferðalag um söfn og sýningar þar sem vel er tekið á móti hópnum.
Lesa meira

Æfingar hjá Gettu Betur liði MÁ

Gettu Betur er spurningarkeppni íslenskra framhaldsskóla sem Ríkisútvarpið stendur fyrir árlega. Gettu betur lið MÁ er klárt og skipar það þau Ren, Núpdal og Guðmund. Varamenn eru Adam og Indigo. Þjálfari skólans er Jóhann Viðar Hjaltason.
Lesa meira

Lota 2 hefst með fleiri staðbundnum valáföngum

Í lotu 2 sem nú er að hefjast koma frumkvöðlar úr tölvuleikjaiðnaðnum í heimsókn, Samgöngustofa verður með fræðsluerindi og fulltrúi frá stéttarfélagi hittir nemendur og ræðir við þau um réttindi og skyldur. Það má einnig nefna að búið er að ráða þjálfara fyrir Gettu betur liðið okkar og nemendafélagið, Örgjörvinn, er að undirbúa viðburði til efla félagsandann. Nýung í MÁ í þessari lotu er að bjóða nemendum að velja um fleiri staðbundna valáfanga.
Lesa meira

Tölvuleikur fyrir Fisktækniskóla Íslands

Nemendur í Menntaskólanum á Ásbrú leggja drög að tölvuleik um hafið fyrir Fisktækniskóla Íslands. Verkefnið er unnið samtímis í tveimur áföngum, ensku 3 og GAME 3.
Lesa meira

Nemendur MÁ nutu sín á EVE Fanfest

Nemendum og starfsmönnum MÁ bar boðið af CCP á EVE FAnfest hátíðina í tilefni 20 ára afmælis EVE Online.
Lesa meira

Kynheilbrigði í MÁ, þemavika sem lauk með málþingi

Menntaskólinn á Ásbrú hlaut 300 þúsund króna styrk frá Lýðheilsusjóði til að halda málþing um Kynheilbrigði. Í MÁ var þemavika 11. – 15. september þar sem yfirskriftin var kynheilbrigði. Nemendur og starfsfólk undirbjuggu vikuna með tilliti til fræðsluerinda. Í lok vikunnar var haldin uppskeruhátíð með söng og veitingum.
Lesa meira

Kynningarfundur foreldra og forráðamanna nýnema

Kynningarfundur foreldra og forráðamanna nýnema verður þriðjudaginn 12.september kl. 18:00 í Keili. Nánar tiltekið verður fundurinn haldinn í Alpha skólastofu á A gangi. Starfsmenn skólans munu taka á móti gestum við aðalinngang Keilis og vísa leiðina.
Lesa meira

Aldrei fleiri nemendur í MÁ

Skólasetning Menntaskólans á Ásbrú var miðvikudaginn 16.ágúst. Nemendur, starfsfólk og gestir hitttust á sal skólans og flutti Ingigerður Sæmundsdóttir forstöðumaður MÁ ávarp, kynnti starfsfólkið og setti formlega haustönn 2023.
Lesa meira