20.08.2019
Fyrsta skólasetning Menntaskólans á Ásbrú fór fram í aðalbyggingu Keilis þann 19. ágúst 2019 að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meira
19.08.2019
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun formlega setja fyrsta skólaár Menntaskólans á Ásbrú, mánudaginn 19. ágúst kl. 14:00.
Lesa meira
16.08.2019
Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú er Nanna Kristjana Traustadóttir, en auk hennar er einvala lið kennara og starfsfólks við skólann. Á heimasíðunni undir starfsfólk og kennarar getur þú fundið nánari upplýsingar um kennara og netföng.
Lesa meira
07.08.2019
Í þessum grunnáfanga í eðlisfræði er farið yfir hreyfingu hluta eftir beinni línu, vigra í tvívíðu rúmi, kraftalögmál Newtons, orkuvarðveislu, skriðþunga, þrýsting og ljósgeislafræði. Áhersla verður á skilning nemandans á efninu og að hann geti tengt það við raunveruleg vandamál. Nemendur munu vinna sjálfstætt fjölbreytileg verkefni í áfanganum.
Lesa meira
20.07.2019
Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 13 - 16 ára sem hafa áhuga á útivist, afþreyingarferðamennsku og ferðalögum. Boðið er upp á námskeiðið án endurgjalds.
Lesa meira
15.07.2019
Keilir hefur sett saman röð námskeiða í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem lið í aðgerðum stjórnvalda sem miða að uppbyggingu á Suðurnesjunum í kjölfar falls WOW Air í vor. Námskeiðin eru án endurgjalds og henta bæði ungu fólki sem og fullorðnum einstkalingum.
Lesa meira
04.07.2019
Námskeiðið er ætlað fullorðnum einstaklingum (18 ára og eldri) sem vilja kynnast tækifærum og námi til einka- og atvinnuflugmanns.
Lesa meira
04.07.2019
Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 13 - 16 ára sem vilja kynnast námi, starfi og tækifærum á öllu því sem flugrekstur hefur upp á að bjóða, allt frá atvinnuflugi yfir í flugtengd störf á jörðu niðri.
Lesa meira
04.07.2019
Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 13 - 16 ára sem hafa áhuga á tölvuleikjagerð, forritun, hönnun, skapandi hugsun og rafíþróttum.
Lesa meira
04.07.2019
Námskeiðið er ætlað einstaklingum 18 ára og eldri sem vilja öðlast færni og þekkingu á göngum í krefjandi aðstæðum, svo sem fjallamennsku og jöklaferðum.
Lesa meira