Fara í efni

Verður MÁ fyrsti skólinn til að tryggja sér sæti í undanúrslitum FRÍS?

Í kvöld keppir lið MÁ í 8-liða úrslitum FRÍS - Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands.

Gengið hefur gríðarlega vel hjá liði MÁ í FRÍS hingað til og skiluðu sameiginlegar niðurstöður deildarkeppninnar þeim í úrslitakeppnina. Í deildarkeppninni lenti lið MÁ í öðru sæti í skotleiknum geysivinsæla, Counter Strike: Global Offensive (CS:GO) eftir harða baráttu við feikisterkt lið Tækniskólans um fyrsta sætið. Í bílafótboltaleiknum Rocket League lenti MÁ í þriðja sæti í riðlinum og 5.- 6. sæti í heildarkeppninni. Í FIFA fótboltaleiknum gekk þó ekki ekki jafn vel og töpuðu liðsmenn öllum leikjum þar.

Úrslitakeppninni verður sjónvarpað á Stöð 2 eSports og Twitch rásinni rafithrottir og mætir MÁ Verslunarskóla Íslands í kvöld þann 17. febrúar í 8-liða úrslitum.

Dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:

FIFA kl. 19:00

CS:GO kl. 19:45

Rocket leauge kl. 20:45

Við hlökkum til að fylgjast með okkar liði. Hver veit nema MÁ verði fyrsti skólinn til að tryggja sér sæti í undanúrslitum FRÍS 2022.