Fara í efni

Upplýsingar vegna upphaf skólaárs Menntaskólans á Ásbrú

Undirbúningur fyrir starf á haustönn er í fullum gangi og verða upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og skipulag annarinnar sendar nemendum og eða forráðamönnum í tölvupósti þegar þær liggja fyrir. Þær verða einnig aðgengilegar á samfélagsmiðlum skólans. 

Líkt og allir vita hafa tekið gildi hertar sóttvarnarreglur vegna COVID-19 faraldursins. Þær taka á fjölda einstaklinga sem koma saman og miðast nú við 100 manns. Þá er tveggja metra reglan í gildi og er ekki valfrjáls. Þessar hertu reglur gilda út 13. ágúst.

Líkt og undanfarna mánuði fylgjumst við með framvindu mála og bregðumst við ábendingum yfirvalda. Við munum láta vita ef hertar reglur hafa áhrif á upphaf skólaársins en á áætlun er að skólasetning verði þann 17. ágúst. Stundaskrá verður aðgengileg á INNU föstudaginn 14. ágúst.
 
Dagskrá skólasetningar mánudaginn 17. ágúst
 
  • kl. 9:15 skólasetning í matsal
  • kl. 9:30 fundir umsjónahópa
  • kl. 11:00 kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
Skóladagatal Menntaskólans á Ásbrú má nálgast hér [PDF]
 
Skrifstofa Menntaskólans á Ásbrú er opin frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga. Hægt er að nálgast allar almennar upplýsingar á heimasíðu skólans, með því að senda póst á menntaskolinn@keilir.net eða í síma 578 4000.