Fara í efni

MBL: Nem­end­ur hanna tölvu­leiki fyr­ir yngstu farþeg­ana

Nú á vorönn munu nem­end­ur á stúd­ents­braut í tölvu­leikja­gerð við Mennta­skól­ann á Ásbrú hanna og gera tölu­leiki fyr­ir yngstu kyn­slóð farþega sem get­ur spilað þá meðan bið stend­ur á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni með Isa­via.

Í vinnu­ferl­inu munu nem­end­ur kynna hug­mynd­ir sín­ar fyr­ir full­trú­um Isa­via ásamt því að rýna í vinnu­ferli eft­ir leiðbein­ing­um kenn­ara sinna. Verk­efnið er hluti af tölvu­leikja­gerðaráfanga ann­ar­inn­ar, en sér­stök áhersla er lögð á sam­starf við aðila úr at­vinnu­líf­inu í sér­hæf­ingu nem­enda við Mennta­skól­ann á Ásbrú.

Upp­haf­lega stóð til að nem­end­ur myndu fá ít­ar­lega kynn­ingu á sam­starfs­verk­efn­inu eft­ir heim­sókn til Isa­via í byrj­un apríl. Kynn­ing­ar­ferlið verður þó end­ur­skoðað m.t.t. hvaða mögu­leik­ar eru í stöðunni vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og aðgerða sem gripið hef­ur verið til vegna hans.

Af­ein­angr­un kennslu­stof­unn­ar mik­il­væg

„Við Mennta­skól­ann á Ásbrú starfa afar nú­tíma­lega þenkj­andi kenn­ar­ar, sem voru fljót­ir að aðlaga og gera breyt­ing­ar á sín­um áföng­um þegar ljóst var í hvað stefndi hjá yf­ir­völd­um. Nem­end­ur okk­ar hafa ekki misst úr svo mikið sem eina sek­úndu í sínu námi og við erum þó ég segi sjálf frá ansi lausnamiðuð gagn­vart þeim mál­um sem koma upp. Nú er bara í stöðunni að skoða það með Isa­via hvernig nem­end­ur fá að kynn­ast starf­sem­inni og fá til­finn­ingu fyr­ir Isa­via menn­ing­unni án þess að geta mætt á staðinn.“ út­skýr­ir Nanna Kristjana, skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Ásbrú.

Hún seg­ir af­ein­angr­un kennslu­stof­unn­ar mik­il­væg­an lið í námi við skól­ann. „Við vilj­um setja upp áhuga­vekj­andi, raun­hæf verk­efni eins mikið og hægt er á öll­um náms­ferl­in­um. Nem­end­ur eru að sér­hæfa sig í tölvu­leikja­gerð og fá hjá okk­ur ein­stakt tæki­færi til þess að vinna verk­efni með fyr­ir­tækj­um. Það eru líka ein­hverj­ir töfr­ar sem eiga sér stað þegar nem­andi fær tæki­færi til þess að fá end­ur­gjöf á vinn­una sína frá sér­fræðing­um í at­vinnu­líf­inu, það er allt of sjald­gæft, jafn­vel á há­skóla­stigi.“ seg­ir skóla­meist­ar­inn.

Datt strax í hug að leita til Mennta­skól­ans á Ásbrú 

Andri Örn Víðis­son, Port­folio Mana­ger hjá Isa­via, tek­ur und­ir mik­il­vægi þess að at­vinnu­lífið teng­ist nem­enda­verk­efn­um á ýms­um náms­stig­um. „Við leggj­um mikið upp úr því að vinna með nærsam­fé­lag­inu og telj­um mik­il­vægt að hafa öfl­uga skóla í um­hverf­inu sem skila af sér hæfu starfs­fólki til framtíðar. Hjá Isa­via, og á Kefla­vík­ur­flug­velli al­mennt, eru fjöl­breytt störf sem krefjast fjöl­breyttr­ar mennt­un­ar og þekk­ing­ar. Stúd­ents­próf í tölvu­leikja­gerð get­ur verið góður grunn­ur að byggja á í þeim efn­um. Þegar við feng­um þá hug­mynd að gera tölvu­leik fyr­ir yngstu gest­ina okk­ar í flug­stöðina datt okk­ur strax í hug að leita til Mennta­skól­ans á Ásbrú eft­ir sam­starfi og von­andi verður þetta aðeins fyrsta verk­efni í lengra sam­starfi.“

Í maí næst­kom­andi munu nem­end­ur sjálf­ir sýna tölvu­leik­ina sem þeir búa til í þessu sam­starfs­verk­efni, svo fremi sem aðstæður leyfa. Stefnt er að því að gera það á opnu húsi við Mennta­skól­ann á Ásbrú þar sem starfs­fólk veit­ir upp­lýs­ing­ar um stúd­ents­braut í tölvu­leika­gerð og fyr­ir­tæki í brans­an­um mæta og kynna störf sín.

Mörg önn­ur sam­starfs­verk­efni eru í und­ir­bún­ingi í tölvu­leikja­gerðinni, eða eitt fyr­ir hverja önn í nám­inu. Næsta vet­ur mun til að mynda þessi nem­enda­hóp­ur vinna verk­efni með CCP og Myrk­ur Games. Í þeim verk­efn­um eru áhersl­ur öðru­vísi, meiri fókus á til­tekna fag­lega þætti. Ferlið er engu að síður svipað og fá nem­end­ur tæki­færi á bein­um sam­skipt­um við sér­fræðinga í at­vinnu­líf­inu.

Lesa fréttina